miðvikudagur, 31. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Það tók mig nokkra klukkutíma að átta mig á þessu.

Lag í spilun: Ekkert

Klifur í gær.
Kláraði gulu leiðina - my Cobra!
Hékk á efsta hnúðinum.... leit í kringum mig. Engar stelpnanna sjáanlegar." Bylgja! Sjáðu! Minney!" Þegar þær höfðu séð hvar ég var stödd var mér óhætt að hoppa niður :)
Þarf reyndar að klára hana með því að nota undirgripshnúðinn ... er búin svindla aðeins á byrjun hennar. Þegar ég hef náð því þá yay!



þriðjudagur, 30. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Í fyrsta skiptið í langan tíma fer ég snemma að sofa, klukkan 22 nánar tiltekið.
Ekki þar með sagt að ég hafi átt rólega nótt... neeeei, lenti í hinum mestu ævintýrum.
Ég, Princess Vespa (úr Spaceballs) og einhver úr jarðfræðinni að ég held... eða var það Barf. Man það ekki. Allavega, við vorum tekin gísl af einhverju Star Trek liði. Við þrjú sátum bundin á gólfinu og horfðum upp á gaur í svörtum og gráum Star Trek búningi labba um og hreyfa hausinn eitthvað. Annar Star Trek gaur var að túlka þessar haushreyfingar. Ég man ekki alveg hvað hann sagði en hann talaði um miskunnarleysi.
Síðan vorum við handjárnuð utan á fangaklefa. Óþekkti aðilinn í draumnum var með eitthvað sem var í laginu eins og sleikjó og ég náði að afhandjárna aðilann með því, og hann losaði mig síðan. Þá hlupum við að Vespu prinsessu sem vildi alls ekki að við losuðum hana því hún var bundin við fangaklefann með þessari forláta perlufesti. Ekkert múður og við rústuðum perlufestinni.
Einhverra hluta vegna var ég allsber og því kom sér vel að kassi með sokkum og ullarnærfötum lá á gólfinu. Í flýti valdi ég mér bleik/hvít doppótta sokka og svart föðurland. Síðan flúðum við svæðið.... á hlaupunum var mér litið inn í hliðarherbergi.
Þar er naggrísinn hennar Önnu Stellu, Vilhjálmur, mun stærri en hann er, fastur ofan í Haxa bollu fötunni og er að jugga sér í henni að reyna að losna. Fyrir framan hann er risastórt búr og svona nagdýravatnsthingy sem lekur og á gólfinu er svona 10 cm lag af vatni. Mér þótti þetta mjög furðulegt.... en hélt svo áfram að hlaupa.
Ég vakna í morgun kl. 7:40 þegar Sæmundur húsvörður uppi í skóla (þar sem ég vinna) spyr mig hvað ég hafði gert við skóhlífarnar. Í myglunni svaraði ég: "Á ganginum bakvið hurðina". Stuttu seinna sofnaði ég aftur og þá dreymdi mig að mamma og Guðjón komu inn og spurðu mig hver hefði hringt. Ég stóð upp (ber að ofan) og sagði "Sæmundur... ég var svona pirruð á því að hann hafi vakið mig" og fór að hrista og sparka í herbergishurðina til þess að sýna þeim hversu pirruð ég var....
Ég svaf í 11 klst og 40 mín - þannig að ég hafði nógan tíma til þess að dreyma. Og ég var að hugsa um Spaceballs og Star Trek í gærkvöldi áður en ég sofnaði.
Í skólanum í dag, um 16 leytið, stóðum við á einum stigaganginum og Níels var að útskýra eitt dæmi fyrir okkur í storkubergi. Ég varð allt í einu gríðarlega þreytt og settist á gólfið þegar hann fór að sækja bók - og sofnaði :S Mega svalt.
Að lokum: Það er enni að vaxa úr enninu á mér. Eða jafnvel nýtt höfuð. Ég vona samt að þetta verði ný hönd... því þá yrði ég líklegast magnaður klifrari....

mánudagur, 29. október 2007

Lag í spilun: Atreyu - The Rememberance Ballad

Ég er svo pirruð núna að hendurnar á mér titra.
Nokkrir strákar af frjálsíþróttaæfingunni núna komu inn áðan og sögðu mér að einhverjir strákar úti hefðu verið að kasta snjóboltum inn um gluggann í karlaklefanum. Ég þangað. Gólfið útatað í drullu sem fylgdi snjóboltunum. Djöfull sauð í mér. Fór út og kallaði á eftir strákunum að ég væri allt annað en hrifin af þessu, fékk svona Simpsons "ha ha" til baka. Langaði að hlaupa á eftir þeim, draga þá inn og láta þá sleikja upp gólfið ... en gerði það ekki. Í stað þess blogga ég :p
Ég hef verið að pæla hví puttarnir á mér hafa verið svo steiktir upp á síðkastið og það rann upp fyrir mér núna að það hlýtur að vera klifrið :P

Mamma fór með símann minn í viðgerð í dag. Mamma var voðalega róleg (mamma rífst oft við starfsmenn) sem og starfsmaðurinn. Honum þótti þetta rosalega skrýtið, þ.e. öll vandræðin með þennan blessaða síma sem og þennan nýja sem ég fékk, af því að reynsla þeirra af k750i er góð. Mamma sagði pent að ég færi rosalega vel með, sem og ég geri. Ég hef bara lent á tveimur slæmum eintökum af þessum síma :S Þetta er, án gríns, versta símategund sem ég hef átt. Það eina sem hefur háð hinum voru lélegar raflöður - annars voru þeir fínir. En þessi - vandamál á vandamál ofan. Geðveikt.

Lag í spilun: Ekkert

I own. Yay!






Það lekur úr öðru afturdekkinu hjá mér :S Verí næs, yeees.... eða þannig.
Náði sex upplyftum í klifrinu í gær *proud*

föstudagur, 26. október 2007

Lag í spilun: Slipknot - Prelude 3.0

Eflaust muna margir eftir Happy Tree Friends.
Ég man eftir blaðri um þættina... en sá þá aldrei.
Og af því að verklegir storkubergstímar seinni part föstudags eru ekki að gera sig fór ég áðan inná iTunes Podcasts og þar blöstu þeir við.
Horfði á allra fyrsta þáttinn núna þar sem bjór með sleikjó datt um trjátrumb og sleikjóinn tróðst inn í augntóftina við fallið. Þegar bjórinn náði sleikjónum úr augntóftinni spíttist augað, enn tengt við bjórinn með augntaugum, upp í tré.... and so on....
and the point is....?
Mér finnst þetta fyndið og ætla að horfa á meira af þessu.
Benni fór með Loft í dekkjavesenisferð. Hann heyrði þetta draugahljóð og bað mennina á verkstæðinu (hann þekkir þá) að athuga hvað þetta gæti verið. Þeir klóruðu sér bara í hausnum. Benna fannst þetta vera eitthvað undir gírkassanum... ég var einmitt að pæla í því í dag.
Dekkin sem voru undir voru handónýt! Ég fór fyrst að finna fyrir ömurleika þeirra þegar byrjaði að rigna... fannst ég slæda svolítið (ekki að það hafi dregið úr hraðanum :D). Þessi tvö að framan voru slétt og þessi að aftan voru eitthvað öðruvísi steikt, það voru ekki eins dekk að framan og aftan.
En núna er ég komin á mega nagladekk :) Mamma og Benni borguðu þau að því undanskildu að ég komi bróður mínum í gegnum enskuprófið um jólin.
Síminn minn er drasl og hefur alltaf verið það. Það fer bara ótrúlega mikið í taugarnar á mér í augnablikinu. SMS-kjaftæðið eins og alltaf. "Htttvad æcaá ad gdera í ktuvöld? Jjjklifur?" <-- fyrsta tilraun. Mega gaman að senda sms! Tölvan hefur aldrei lesið símann þegar ég nota usb-snúruna. Og stundum hefur hún lesið minniskortið... og eftirleikurinn er þá eftir! Kem ég laginu inn á? Næ ég myndunum út af.
Mig langar alveg ofboðslega að breyta símhringingunni og setja Prelude 3.0 í staðinn fyrir Speed með Atari Teenage Riot, eða Happy Tree Friends lagið. En í dag fékk minniskortið nóg. Ég get ekkert gert og ég er ekki sátt! Mæli EKKI með Sony Ericsson k750i. Pff... fkn junk.

fimmtudagur, 25. október 2007

Lag í spilun: Killswitch Engage - The Element of One

Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði mygluð as hell og dröslaðist í skólann kl. 7:30 til að sleppa við umferðina, eins og ég geri alltaf, sat síðan inn í bíl og hlustaði á mína tónlist þar til setlagafræðin byrjaði... náði á einhvern undraverðan hátt að halda mér vakandi. Þegar tímanum lauk fórum við að gera steindafræðiverkefnið og síðan var farið í storkubergstímann. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í sætinu með tölvuna mína fyrir framan mig fékk ég sms....
Ég pakkaði öllu saman og drullaði mér út og keyrði á Subway sem er rétt hjá BSÍ og stökk út úr bílnum og yfir götuna þar sem stóru gatnamótin eru. Þar var Anna Stella, jarðfræðivinkona, inni í sínum klessta bíl (Nissan Sunny '94). Maður, að keyra systur sína á áríðandi fund, hafði haldið sig vera að fara að keyra beint áfram en var á beygjuakrein. Grænt beint áfram en rautt á beygjuakreininni, þar sem Anna Stella sat í rólegheitunum að bíða eftir grænu. Hann bombaði aftan á hana á .... 50-60 km/klst og Anna Stella (í belti) kastaðist smá til í sætinu; hnakkinn í hauspúðann og svona. Og bíllinn kastaðist fram einhverja metra.
Það sá voðalega lítið á Toyotunni sem fór aftan á hana, Toyota Corolla H/B ca. 98 árgerð.
Komu tveir lögreglumenn á staðinn; annar með geðveika fordóma gagnvart Önnu Stellu, efaðist um það sem hún sagði og efaðist um að bíllinn hennar væri í góðu ásigkomulagi. Félaginn, sem keyrði á og var í 100% órétti, fékk ekki svona. Hinn var hins vegar svalur; tiltölulega fríður með húðflúr á hálsinum :D
Eftir þetta var farið upp á slysó. 1-2 klst bið. Já, sæll! Við fórum í bakarí og komum síðan rúmum hálftíma seinna og fórum að horfa á sannsögulega leikna ísklifurmynd (Touching the Void). Læknirinn (sem les blaðið Golfer) lét bíða eftir sér, blaðraði smá, tékkaði á Önnu Stellu, sagði að hún yrði líklega góð innan nokkurra daga og rukkaði hana síðan um 3700kr.
Eftir það fórum við í restina af verklega setlafræðitímanum; þar höfðu Hanna Rósa og Silla komið öllum andskotanum í verk. Mega skipulagðar :)
Eftir tímann fórum við að tölvast og bíða eftir því að klukkan yrði 18.... climbing time! Anna Stella sagðist verða að lenda oftar í svona veseni, af því að hún massaði nokkrar leiðir í kvöld. Ég massaði ekki gulu leiðina mína (my Cobra) en komst ansi langt, en ég massaði bleiku aftur og rétt tæplega hina gulu.
Klukkan 20 hófst vídjókvöldið; horfðum á mega klifurmynd. Ég var svo psyched eftir hana! Hugsaði með mér: "Vá.... ég ætla sko að verða besti klifrari í heiminum!" *sagt með barnalegri röddu* ... en ég fyllist andagift auðveldlega og hún hverfur fljótt :p
Fúk, hvað ég fíla klifur. Hef alltaf verið svoddan klifurapi... kjánalegt að hafa ekki byrjað fyrr. But better late than never, aye? Þegar maður nær leið sem maður er búinn að reyna við í einhvern tíma, kemur maður niður með bros allan hringinn! Framför strax! Massi strax!
Á sunnudaginn náði ég tveimur upplyftum, á þriðjudaginn náði ég tveimur upplyftum. Spurði Minney (í dag) hvað hún héldi mig geta margar. "Fimm". Ég bara: "Haha, ég get bara tvær!" Og byrjaði síðan: einn....tveir....bíddu, hey, ég get fleiri.... þrír....fjórir...nei, hættu nú alveg.... fimm...ok, gott í bili....
En allavega, á ég nokkuð að hafa þetta lengra :Þ Held ekki... bæjj.

miðvikudagur, 24. október 2007

Lag í spilun: Serj Tankian - Feed Us

Skid Row á leiðinni til landsins!
Hmmm, maður spyr sig (er í miðju heimaprófi í jarðsögu þegar þetta verður)....Sebastian Bach (söngvarinn) er náttúrulega löngu hættur en Solinger (eða hvað hann nú heitir) er víst álíka góður og Bach. Síðan er náttúrulega spurning hvort þeir séu bara að fara að taka nýtt stöff... cuz' I like the old stuff.
Síðan kom þetta þegar ég var að leita að greininni hérna að ofan. Glöggir lesendur taka kannski eftir því að efst er linkur inn á gömlu síðuna mína.... :D

Lag í spilun: Killswitch Engage - Numbered Days

Stjörnuspáin mín á mbl.is í dag.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert fulltrúin sannleikans, og það er þér náttúrulegt. Það gerir þig að stjörnu almennatengsla-leiknum núna. Já, þau koma að notum á hverjum degi!
Skiljið þið þetta? Ekki ég.
Update: Hérna er þetta á sínu upprunalega máli:
TAURUS (April 20-May 20). You present the truth in the best light, but you don't fabricate it. That's what makes you a star at the PR game now. And if you don't think you use public relations tactics in everyday life, think again!

mánudagur, 22. október 2007

Lag í spilun: Slipknot - Vermilion Pt. 2

Helga, jarðfræðifélagi: Þú ert furðulegasta manneskja sem ég hef hitt.
Kiddi, vinur Þorgils: Hún er furðuleg.
Bjarki og Einar, sem voru í partýinu hjá Minney: Hún er skrýtin.
Anna Stella og Minney, jarðfræðifélagar, eftir að ég hafði spurt þær hvernig ég væri skrýtin: Á allan hátt, Marín.
Ég vissi ekki að ég væri svona mikið áberandi skrýtin.
Og þess vegna bið ég ykkur, kæru lesendur, um að endilega lýsa því í kommentum, hvernig furðulegheit mín lýsa sér.
(Arnar er búinn að segja mér að ég labba kjánalega þegar ég er ein :D)
P.S: Mun ekki móðgast :D

sunnudagur, 21. október 2007

Lag í spilun: Slipknot - The Blister Exists (Live)

Meira af Lofti!
Ægir og Benni náðu að laga brotna gorminn í öxlinum - en mér heyrðist á Benna að það væri bara reddingsviðgerð: "Þú skalt ekkert vera að spyrna af stað á ljósum framvegis...." Ég er ekki sátt við að mega það ekki... :(
Gírarnir hafa verið stífir frá upphafi... pældi ekkert í því enda bara með Dæjann sem samanburð. Benni og Ægir tóku eftir því að það vantaði allan gírvökva á gírkassann.... ekki kúl. En núna skipti ég um gír eins og ég smyr brauð með mjúku smjöri.
Þeir tóku einnig eftir því að eitthvað bremsutengt er of langt frá hvort öðru or sum like that.
Þegar ég keyrði á klifuræfingu heyrði ég furðulegt hljóð undir húddinu, hljómaði ekkert alvarlegt og ég nennti ekki að pæla í því og setti þess vegna Iowa með Slipknot í tækið og hækkaði í botn. Benni sagði, þegar ég kom heim, að hljóðið skipti engu
Ekki alveg að meika þetta allt saman :S

Lag í spilun: Slipknot - Get This

Það er brotinn gormur inni í öxlinum, þess vegna titraði hann svona á leiðinn heim.
Gæfulegur bíll eftir tveggja mánaða eigu.
Pústkerfið að framan - átti að kosta 3000kr (sagði fyrrum eigandi bílsins sem vissi af vandanum og lækkaði verðið vegna vandans) - kostaði hins vegar 17000kr.
Farin lega - 4998kr + stolinn tími frá mér og Ægi.
Brotinn gormur í öxli - stolinn tími frá Ægi og Benna.

laugardagur, 20. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Fuuuuuuck!
Ægir (og ég) vorum að skipta um legu áðan.... gekk allt á afturfótunum!
Tók ár og aldir að ná legunni úr, Ægir var næstum því búinn að skemma nýju og svo þegar við vorum að setja unitið aftur á forskrúfuðust allar rær, og öxullinn losnaði og allavegana. Ægir, sem hafði engan tíma í svona lagað, ógeðslega pirraður og ég hangandi þarna í kring eitthvað að reyna að hjálpa. Síðan þegar allt var komið fór ég prufuhring, og bíllinn malaði sem köttur.
Þegar ég var komin eitthvað áleiðis heim fór bíllinn að titra.... það fyrsta sem mér datt í hug var að öxullinn væri laus. Og það er allt annað en kúl! Hvernig á ég að keyra bíl sem er með lausan öxul, fokk, þarna kemur strætómartröðin aftur....
Uhuhuhuhuuuuuuuuuuu..... *væl*
Anna Stella ætlar að hjálpa mér *þurrkar tárin*

Lag í spilun: Slipknot - Gently

Jæja, það er farin lega að framan hægra megin á Lofti.
Búin að kaupa leguna - ódýrari en ég hélt - rétt rúmlega 4000kr.
Nú er bara að bíða eftir að Ægir frændi svari sms-inu mínu og segi: "Frábært, komdu núna og við skiptum um þetta í hvelli svo þú þurfir nú ekki að taka strætó á mánudaginn kemur."

föstudagur, 19. október 2007

Lag í spilun: Stone Sour - Reborn

Fúúúk!
Bíllinn minn ískrar!
(Ekki voga ykkur að hugsa að bíllinn minn sé drasl, cuz' it's not! Ég keypti góðan bíl fyrir pening sem ég átti, ekkert hvelítis lán eða röggl.) En samt, hann ískrar!
Var í mestu makindum að syngja með Stone Sour í botni á leiðinni heim, og finn þá eins og eitthvað sé að rekast í eitthvað. Slekk á tónlistinni og viti menn, "Squeeeeeeek". Ekki samfleitt sqeek samt. Ef þetta eru hjöruliðirnir út í dekkin kostar þetta 50.000kr, ekki kúl.
Arrg. Strætómartraðir koma upp í hausinn á mér.

fimmtudagur, 18. október 2007

Lag í spilun: Korn - Clown

Úff, kláraði að fara yfir allt sem Testament hefur gefið út í gær og komst að þeirri niðurstöðu að einungis rólegu lögin þeirra (sem eru samt ekkert rosalega róleg) eru góð. Og hvað eru þau mörg? Ömm, fimm :D Þannig að allt hitt fór í ruslið :þ
Núna er ég að fara yfir Korn og er að fíla það meira :þ
Hvað er þá eftir?
Atari Teenage Riot - 401MB
Dimmu Borgir - 536MB
Pantera - 284MB
Rush - 413MB
Slipknot - 683MB
Stone Sour - 355MB
Stratovarius - 487MB
Það gerir rétt rúmlega 3GB af tónlist. Fúúúk!

miðvikudagur, 17. október 2007

Lag í spilun: Testament - Down For Life

Blogg blogg blogg.....ummm, blogg blogg. Já, og síðan blogg og viti menn! Blogg!
Blogg.

mánudagur, 15. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

http://uncyclopedia.org/wiki/Geologist
Þetta er mega fyndið.... (og rétt að mörgu leyti).
  • Geologists are 'scientists' with an unnatural obsession with rocks and alcohol. Often too intelligent to do monotonous sciences like biology, chemistry, or physics, geologists devote their time to mud-worrying, volcano spotting, fault poking, bouldering, dust-collecting, and high-risk colouring.
  • One of the main difficulties in communicating with geologists is their belief that a million years is a short amount of time and their heads are harder than rocks.
  • Geologists are in general apolitical as they feel Democrats and Republicans are just further proof in the slowness of evolutionary processes. Also, they tend to not give a shit about hot political topics, such as anthropogenic climate change, since each one of them can name at least 20 other geologic events that are going to wipe our asses out way before sea levels rise and increased hurricane activity bother us.
  • They also see how wrong Hollywood is in all portrayals of geology in particular and science in general, in the movies and on Fox News. In summary, when it comes to politics they just don't give a shit. They would rather be hiking in a desert looking at beach sand that happened 200 million years ago.
  • Geologists in the movies are nothing like the real thing. For example, in a volcanic eruption or major earthquake, no geologist is going to give a rat's ass about rescuing a dog even if it does belong to the romantic interest's children. He or she will be far more concerned about the mineralogy of the ash falling from the sky, the viscosity of the lava flow and its movement across the substrate (which may or may not include a village). Apparently immune to the asphyxiating effect of the ash as it turns normal lungs to stone, the geologist will happily jump around lava fields with a camera trying to get a good photo of a lava tube.
  • Geologists are ice-age cool, although they typically do not look like James Bond, being altogether too filthy to ever pass for a suave Englishman. There has been one accurate portrayal of a geologist in a B-rate movie, however. In "Trek of the Moon Beast", the mineralogist turned into a flesh-eating monster at night. It is thought that this may be a common occurrence among mineralogists. However, it is a well-established fact that field geologists are magma-hot. This is not well known because field geologists tend to stay in the field most of the time, where only other field geologists get to see how hot they are.
  • Another excellent portrayal of a geologist is in the Hollywood blockbuster 'The Core'.To administer explosives they use a craft made from Unobtanium, an alloy which is scarcely believable, ahem, available I meant to say.
  • For eons, animosity has existed between those folk who understand what an eon is and those who need help tying their bootlaces before a day in the field.Final defeat came at the blood-soaked Battle of Roger Moor (similar to Marston Moor, but a bit smoother, and orange) where the geographers were ignominiously routed owing to the superior firepower of the geologists' flint-lock machine guns (but lets face it, any weapon with a rock integral to its design was always going to terrify the pants off a geographer).
  • Geologists, secure in their vague estimates have forever conflicted with engineers and their need for a definitive, quantifiable answer since the building of the pyramids. The ancient Egyptian engineers had determined that the Great Pyramid would require 6961105709.356732519874886510 metric tons of stone blocks to construct. The ancient Egyptian geologists yawned and disagreed. When it turned out that only 6961105709.356732519874886509 metric tons were required, the geologists sneered and said, "I told you your calculations were wrong." The geologists, having been proven correct and superior, have been envied by engineers since that fateful day. To this day, the distinction betwen the two is quite simple, an engineer is a geologist with his brains knocked out.
  • To spot a geologist in the wild, look for:
  • Hand-lens, compass, pen-knife, handcuffs etc. tied round neck with string.
  • Takes photos, includes people only for scale, and has more pictures of rock hammer and lens cap than of his family.
  • Someone whose child is trained to know the geologic timescale before being able to walk.
  • Someone who considers a "recent event" to be anything that has happened in the last hundred million years.
  • Someone who licks and/or scratches & sniffs rocks or in case of china clay will eat it to prove its perfectly safe.
  • Someone who eats dirt and claims to be "getting an estimate of grain size".
  • Someone who will willingly cross an eight-lane interstate on foot to determine if the outcrops are the same on both sides.
  • Someone who can pronounce the word molybdenite correctly on the first try.
  • Someone who says "this will make a nice Christmas gift" while out rock collecting.
  • They look at scenery and tell you how it formed
  • Pockets tend to be filled with bits of rock.
  • Almost crashes his/her car looking at road cuts while driving.
  • Someone who knows the phylum, kingdom, and genus of every ancient creature lodged in stone, some of which look nothing like an animal, but can't remember his mother's, or his wife's, birthday.
  • Can identify the chemical formula for Cummingtonite...and chuckles like a junior-high kid every time.
  • Someone who walks out of a bathroom and asks if you noticed the fossils in the stall dividers.
  • Someone who rocks the party and is the schist everywhere they go.
  • A person who can say, "Gneiss Cleavage" or talks about slaty cleavage and means it in a non-derogatory sense.
  • Someone who takes special interest in your granite countertops in the kitchen and after a few minutes will even produce handlenses before giving other guests an igneous petrology lesson.
  • If you remain unsure, ask the subject to draw an annotated diagram of a trilobite. A true geologist will immediately reach for their waterproof notebook - this is your opportunity for escape.

sunnudagur, 14. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Þá er maður kominn úr seinustu ferðinni í bili. Skálafellsjöklamælingaferðinni.
Leituðum nokk lengi að fyrstu stikunni (við hliðina á jöklinum) sem átti að mæla frá, en hún fannst. 236 m að jökli - seinast (árið 1992) voru 92 m. (Sem sagt mikið hliðarhop á þessum 15 árum).
Þegar við komum síðan að sporðinum þá blasti við fögur sem og ófögur sjón. Gríðarlega fallegt útsýni og ár og jökullón sem að komu í veg fyrir að við gætum mælt sporðinn. Glatað.
Ég elska jökla. Þeir eru svalastir.
Föstudagskvöldið var ákaflega hresst en gangan til og frá jöklinum (á laugardeginum) tók svo á að fólk var bara nokkuð rólegt á laugardeginum (að nokkrum svörtum sauðum frátöldum :P).Þetta var allt saman magnað :)

fimmtudagur, 11. október 2007

Lag í spilun: Buddy Holly - Lollipop Lollipop

Ömm, fór aftur aðeins, smá, pínu að versla í dag. Að hluta til nokk óhefðbundnar fjárfestingar:
Húfu úr Habbuk (nokkuð lík þessari sem að Spatze lánaði mér í Þórsmerkurferðinni, sú húfa fór mér vel og því þótti mér lán að koma auga á þessa í Hagkaupsblaðinu).

Síðan stóðst ég ekki mátið ;)
Frekar dýr þessi en það er unaðslegt að hafa þetta á hausnum :p
Síðan fann ég "the long lost" svörtu ermar í Vero Moda. Seinustu og í mínu númeri. Meant to be. Búin að leita eftir svona ermum í mánuði.
Gekk beint út úr Vero Moda og í Ríkið og keypti þar menntaskólafélagann, Passoa, sem ég mun síðan blanda í sykurskertan eplasvala og gæða mér á í Skálafellsjöklamælingaferðinni sem hefst um 17 leytið á morgun.
Úr Krinlgunni lá leiðin í Blóðbankann þar sem ég ætlaði í blóðprufu; bara tékka hvort ég þjáðist af járnskorti og í hvaða blóðflokki ég er. Það gekk víst ekki. Maður má bara fara í blóðprufu ætli maður að fara að gefa blóð. En ég má ekki gefa blóð (ég vissi það fyrir), ég er of létt. Maður þarf að vera 52 kg og þau taka alltaf sama magn af blóði - þannig að ef að ég myndi missa það mikið blóð og þau taka myndi líða yfir mig og röggl. En allavega, þessar yndislegu konur mældu samt hemóglóbínmagnið í blóðinu mínu og það var aðeins of lítið. Sem sagt, örlítill járskortur. Ég er of létt, ég þjáist af járnskorti og nýbúin að fá mér tattú :P Þreföld neitun :P (ekki það að ég hafi verið að fara að gefa blóð.... en þið skiljið pointið).
Þá fór ég í (að sögn mömmu, þegar ég kom heim) dýrasta apótek á landinu; Domus Medica or sum og keypti járnmixtúru sem konan í Blóðbankanum mælti með. Þegar ég kom heim horfði mamma á mig; "Þú veist þú getur fengið í magann af þessu, og það á slæman hátt". Ég horfði á hana og skildi. Ekki kúl! Ég vona að ég sé ekki að fara að lenda í neinu svona ógeði. Það er óeftirsóknarvert. Yuk.
Borgarstjórnin fallin... jeij :)

Lag í spilun: Ekkert

Það er eitt þegar fólk, sem mest alla ævi sína hefur búið erlendis eða er lesblint, sökkar í stafsetningu. En þegar háskólagengið fólk (sem er ekki lesblint) getur ekki skrifað einföldustu orð, s.s. opnast, yfir, skipta og illa, fæ ég sting í augun.
Það er opnast, ekki oppnast. Skipta, ekki skifta. Illa, ekki ílla. Yfir, ekki ifir. Það er annars konar, ekki annarskonar. Það er meðfylgjandi, ekki með fylgjandi.
Próftaflan kom í dag. Förum í heimapróf í jarðsögu vikuna áður en prófin byrja (höfum sem sagt viku í prófið), setlagafræði 17. desember og steingervingafræði þann 19. desember. Ekki er komin dagsetning á steindafræði, prófið verður bóklegt. Ekki er heldur komin dagsetning á storkuberg 1, eitthvað vesen á fólkinu, en það próf verður munnlegt.

þriðjudagur, 9. október 2007

Lag í spilun: The Eagles - Hotel California

Kom við í Fólk á leiðinni heim *smirk* og keypti mér svartan buxnakjól við svar/gráar leggings sem mamma á.
Allavega. Ég verð að segja eins og er. Meirihluti karlkyns ferðamálafræðinema sem mætir á skemmtanir á vegum Fjallsins er að mínu mati frekar leiðinlegur. Sorrý, alhæfinguna - svörtu sauðirnir eru oftast háværastir - það er ábyggilega líka hið fínasta fólk í ferðamálafræði. Afsakanir búnar. On with the subject. Mér þótti samt sláandi í Þórsmerkurferðinni hvað þessir blessuðu gaurar voru leiðinlegir - þurrir, yfirborðslegir and full of themselves.
Landfræðinemarnir mæta fæstir á svona - enda fáir og á öllum aldri.
Jarðfræðinemarnir eru mjög skemmtilegir, að mínu mati, þetta er ekkert svona "jarðfræðin er best". Það náttúrulega spilar inn í að maður eru búin að kynnast þessu liði mjög vel - en samt - mér féll vel við jarðfræðinemana strax ... I'm babbling now...
Farin að læra fyrir jarðsögupróf.

mánudagur, 8. október 2007

Lag í spilun: Twisted Sister - Stay Hungry

Jæja, þá er einungis ein ferðahelgi eftir. Þórsmerkurferðinni lokið. Hún heppnaðist barasta nokkuð vel. Engar óþarfa uppákomur (engin of drukkin Marín sem að hellir öllu vatninu á draslið í gufunni og öllu slær út) og fólk skemmti sér almennt vel.
Ég er reyndar nokkuð bitur. Einhver braut nestisboxið mitt :( Það var í pokanum með áfenginu mínu í uppi í efri koju. Þegar ég kom inn í hús eitt skiptið lá það á gólfinu, brotið og 3 kleinur á gólfinu. Ekki kúl. Síðan tók einhver sig til og stal öllu áfenginu mínu á meðan ég var í pottinum. Það var í þessum sama poka, en Bára var búin að binda ki(y?)rfilega fyrir hann og setja hann undir rúm þar sem enginn vissi af honum nema við tvær.
Þegar ég kom upp úr pottinum og ætlaði að gæða mér á kannski einum Woodys, einum Breezer, einum eplabjór eða jafnvel sulla í mig einhverju af Tópasinu sá ég að einhver var búinn að rífa gat á pokann og taka allt mitt áfengi og ýta pokanum aftur undir rúm. Ég datt alveg úr stuði og fór stuttu seinna að sofa (um 4 leytið). Ef ég fyrirlít eitthvað þá er það að stela. Ég hafði fyrir því að kaupa þetta áfengi fyrir mína peninga. Ég er ennþá megafúl.
Hvenær læri ég að fólki er ekki treystandi. Ég þarf að hætta að trúa á það góða í fólki. Það er greinilega ekki að virka.
Ferðin var samt hin fínasta. Leikir (smá), fótbolti (smá), fjallgöngur (smá), kvöldmatur, potturinn (mikið - þurfti að safna kjarki til þess að komast upp úr vegna frosts), spil (með skiptinemunum m.a.; Richard Wartenburger (Þýskaland), Taru Lehtinen (Finnland), Tanja Kuusela (Finnland), Briony Clare Jones (Ástralía) og Johannes Spatzenegger (Austurríki).
Anyway, þetta er svona "ég þyrfti kannski að blogga eitthvað, svo langt síðan ég gerði það seinast" færsla. Ömó.

Bæ.

miðvikudagur, 3. október 2007

Lag í spilun: Incubus - Oil and Water

Í fyrsta lagi *hlátur*:



Mér var strax hugsað til Futurama...

Í tilefni af hálsbólgunni minni í dag og engri jarðsögu fór ég að vesenast.

Fór með svörtu stígvélin mín í viðgerð. Skósmiðurinn sem ég hef alltaf farið til breyttist í algeran kúk. Sagði verkið kosta 7000 kr. Ég hélt nú ekki. Fór í Kringluna. 2700 kr!

Síðan fór ég í miðbæinn. Ráfaði um í leit að gjaldfrjálsum stæðum eitthvað nálægt Hressó. Var ekki að gerast. Lagði hjá Bæjarins bestu, setti 15 kr í stöðumælinn (eina klinkið mitt) og stökk af stað. Beið síðan heillengi inni á Hressó og þegar ég fékk síðan afgreiðslu kom í ljós að það kostaði 1000kr á bíl í bílabíóið en ekki á mann. En þetta var ekki í fyrsta skiptið sem einhver hafði gert sömu mistök og ég og ég fékk endurgreiddan þennan aukamiða sem ég keypti. Hljóp síðan til baka... engin sekt :)

Mega spennandi Prison Break þátturinn sem ég horfði á áðan (3. þáttur í 2. seríu).

þriðjudagur, 2. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Hérna er svínamyndbandið sem ég talaði um í seinustu færslu:

Hérna er svipað myndband af YouTube:

http://youtube.com/watch?v=CxloCd1kBCY

Hérna er annað:

http://youtube.com/watch?v=Zus1e_78yog&mode=related&search=

Update: Fann annað svona myndband hérna:

http://youtube.com/watch?v=fFYfFMvTKH0

Enjoy! *sarcastic look*

mánudagur, 1. október 2007

Lag í spilun: Ministry - Let's Go

Var að horfa á 4 mínútna mynband um meðferð á svínum úti í Bandaríkjunum. Þetta myndband var engu síðra en það sem ég sá hérna forðum um KFC-kjúklingana, hvað ógeð varðar. Ég, án gríns, táraðist. Svínin eru geymd í hólfum þar sem ekkert pláss er til hreyfingar þannig að svínin klikkast, óheilbrigðir grísir eru barnir til dauða, í sláturhúsinu eru svínin skorin á háls, soðin lifandi (til þess að svíða hárin af) og ýmislegt fleira.
Þetta var viðbjóðslegt...

Update:

Var að horfa á annað svona myndband, um loðskinn, leður og ull og ég get sagt með sanni að í hvert einasta skipti sem ég fer í leðurjakkann minn, það sem eftir er, mun ég fá samviskubit.

Ég er haldin sjálfseyðingarhvöt... :S