fimmtudagur, 11. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Það er eitt þegar fólk, sem mest alla ævi sína hefur búið erlendis eða er lesblint, sökkar í stafsetningu. En þegar háskólagengið fólk (sem er ekki lesblint) getur ekki skrifað einföldustu orð, s.s. opnast, yfir, skipta og illa, fæ ég sting í augun.
Það er opnast, ekki oppnast. Skipta, ekki skifta. Illa, ekki ílla. Yfir, ekki ifir. Það er annars konar, ekki annarskonar. Það er meðfylgjandi, ekki með fylgjandi.
Próftaflan kom í dag. Förum í heimapróf í jarðsögu vikuna áður en prófin byrja (höfum sem sagt viku í prófið), setlagafræði 17. desember og steingervingafræði þann 19. desember. Ekki er komin dagsetning á steindafræði, prófið verður bóklegt. Ekki er heldur komin dagsetning á storkuberg 1, eitthvað vesen á fólkinu, en það próf verður munnlegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vóóó 19 desember...:/ ég klára mín próf í kringum 13 des og finnst það bara passlega seint... jólin eru nú bara næstum komin 19 desember...:P

Boobie Trap sagði...

Ég var búin 21. í fyrra þannig að þetta er bara gott ;)