þriðjudagur, 30. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Í fyrsta skiptið í langan tíma fer ég snemma að sofa, klukkan 22 nánar tiltekið.
Ekki þar með sagt að ég hafi átt rólega nótt... neeeei, lenti í hinum mestu ævintýrum.
Ég, Princess Vespa (úr Spaceballs) og einhver úr jarðfræðinni að ég held... eða var það Barf. Man það ekki. Allavega, við vorum tekin gísl af einhverju Star Trek liði. Við þrjú sátum bundin á gólfinu og horfðum upp á gaur í svörtum og gráum Star Trek búningi labba um og hreyfa hausinn eitthvað. Annar Star Trek gaur var að túlka þessar haushreyfingar. Ég man ekki alveg hvað hann sagði en hann talaði um miskunnarleysi.
Síðan vorum við handjárnuð utan á fangaklefa. Óþekkti aðilinn í draumnum var með eitthvað sem var í laginu eins og sleikjó og ég náði að afhandjárna aðilann með því, og hann losaði mig síðan. Þá hlupum við að Vespu prinsessu sem vildi alls ekki að við losuðum hana því hún var bundin við fangaklefann með þessari forláta perlufesti. Ekkert múður og við rústuðum perlufestinni.
Einhverra hluta vegna var ég allsber og því kom sér vel að kassi með sokkum og ullarnærfötum lá á gólfinu. Í flýti valdi ég mér bleik/hvít doppótta sokka og svart föðurland. Síðan flúðum við svæðið.... á hlaupunum var mér litið inn í hliðarherbergi.
Þar er naggrísinn hennar Önnu Stellu, Vilhjálmur, mun stærri en hann er, fastur ofan í Haxa bollu fötunni og er að jugga sér í henni að reyna að losna. Fyrir framan hann er risastórt búr og svona nagdýravatnsthingy sem lekur og á gólfinu er svona 10 cm lag af vatni. Mér þótti þetta mjög furðulegt.... en hélt svo áfram að hlaupa.
Ég vakna í morgun kl. 7:40 þegar Sæmundur húsvörður uppi í skóla (þar sem ég vinna) spyr mig hvað ég hafði gert við skóhlífarnar. Í myglunni svaraði ég: "Á ganginum bakvið hurðina". Stuttu seinna sofnaði ég aftur og þá dreymdi mig að mamma og Guðjón komu inn og spurðu mig hver hefði hringt. Ég stóð upp (ber að ofan) og sagði "Sæmundur... ég var svona pirruð á því að hann hafi vakið mig" og fór að hrista og sparka í herbergishurðina til þess að sýna þeim hversu pirruð ég var....
Ég svaf í 11 klst og 40 mín - þannig að ég hafði nógan tíma til þess að dreyma. Og ég var að hugsa um Spaceballs og Star Trek í gærkvöldi áður en ég sofnaði.
Í skólanum í dag, um 16 leytið, stóðum við á einum stigaganginum og Níels var að útskýra eitt dæmi fyrir okkur í storkubergi. Ég varð allt í einu gríðarlega þreytt og settist á gólfið þegar hann fór að sækja bók - og sofnaði :S Mega svalt.
Að lokum: Það er enni að vaxa úr enninu á mér. Eða jafnvel nýtt höfuð. Ég vona samt að þetta verði ný hönd... því þá yrði ég líklegast magnaður klifrari....

2 ummæli:

Bára sagði...

Haha...súri draumur. Það versta er að oft þegar mig dreymir mikið um nóttina þá vakna ég eiginlega þreyttari heldur en ég var áður en ég fór að sofa.
Já, þetta var svolítið skondið að sjá þig sitja þarna á gólfinu á einum ganginum í skólanum, steinsofandi með stílabók í fanginu. Ákvað samt að taka ekki mynd af þér :)
Ahhhh, þarf að fara að klára að elda. Soðin ýsa og kartöflur, namm.

Boobie Trap sagði...

Sérlega súr :p

Mmm...fiskur... mig langar í fisk í raspi :p