laugardagur, 30. júní 2007

Lag í spilun: Strax - Moscow Moscow

Pólskur tími:

Mánudaga - fimmtudaga = 7:30 - 19:30

Föstudaga = 7:30 - 17:30

Laugaradaga = 7:30 - 19:30

Íslenskur tími:
Mánudaga - fimmtudaga = 8:00 - 19:00
Föstudaga = 8:00 - 15:30
Laugardaga = 8:00 - 15:30
Keyrslan heim er með inni í vinnutímanum.
Og ég var á pólska tímanum alveg þangað til í seinustu viku þegar Pési byrjaði að vinna í Hellisheiðavirkjun - hann yfirgefur svæðið einhvern tímann í næstu viku og þá fer ég aftur á pólska tímann. Vúhú! *ekki*

föstudagur, 29. júní 2007

Lag í spilun: A Perfect Circle - Judith

Ég fíla textann við þetta lag.
Ég fer alltaf í fjárfestingastuð í góðu veðri ... var næstum því búin að kaupa græjur í Dæjann en lét nýja breytispólu (enda hin ónýt) duga.
Karol - gaurinn sem fékk flís úr slípirokk í augað - er heill á húfi :)
Pakkið kom í gær og færði mér gjafir, vei. Fjólubleikan bol og eyrnalokka í stíl, hvítan bol og eyrnalokka og hálsmen í stíl, rauðan bol og eyrnalokka í stíl og saltpastiller :)
Ég er búin að vinna á pólskum tíma á meðan allir Íslendingarnir eru á einhverjum lúxustíma. Byrja 30 mínútum seinna en Pólverjarnir og hætta 30 mínútum fyrr og eru búnir kl. 15 á föstudögum. Nú er ég búin að vera að vinna með Íslendingi sem er búinn að koma mér yfir á Íslendingatímann og það er svooooo næs. Það munar öllu að byrja seinna og hætta fyrr hvað þreytu varðar (hef mun meiri orku, barasta) - en auðvitað er ég með samvisubit gagnvart öllum Pollunum og Úlla. Finnst ég einhvern veginn vera að svíkja þá :Þ
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að skipta á rúminu mínu, og taka upp úr töskum og leiðast í vinnunni.
Af því að Sony Ericsson k750i síminn minn er með bilaðan hátalara þurfti ég að notast við annan síma og af því að mamma var að nota minn gamla þurfti ég að fá gamla gamla símann hans Benna. Ömurlegur sími! Slítur símasamböndum og sendir oft ekki smsin fyrr en í annarri tilraun og röggl. Mamma keypti sér nýjan síma þannig að ég fékk gamla minn - en málið er að hann er svo afspyrnu gelgjulegur. Þannig að ég tók upp á því að naglalakka hann svooooo ljótan að gelgjulegur væri það seinasta sem fólki dytti í huuuug þegar það sæi hann.


Ljótur ljótur ljóóóótur, finnst mér og er því nokk ánægð með útkomuna... :)

Lag í spilun: The Cranberries - Dreams

Ég fer alltaf í geðveikt fjárfestingastuð í góðu veðri ... var næstum því búin að kaupa græjur í Dæjann :Þ
Mér finnst mjög leiðinlegt að taka upp úr töskum og skipta á rúminu mínu.

Að mínu mati er betri miðstöð í Dæjanum en Pólóinum. Kalt er volgt í Pollanum (hann er svo sjóðandi heitur í góðu veðri að það er helbert helvíti) en kalt er kalt í Dæjanum.

Þau komu að utan og færðu mér gjafir. Fjólubleikan bol og eyrnalokka í stíl, rauðan bol og eyrnalokka í stíl og hvítan bol og hálsmen og eyrnalokka í stíl - og Saltpastiller :Þ

fimmtudagur, 28. júní 2007

Lag í spilun: Echo & The Bunnymen - Lips Like Sugar

Þegar Spicek gekk framhjá mér í morgun sá ég óvart, tek það fram - óvart, inn í eyrað á honum. Það var bara "Welcome to the jungle." Djöfull var hann loðinn og skítugur í eyranu...
Talandi um Pólverja og þrifnað, þá fór Pétur, sem er að vinna með mér, með mig í kampið að litast um og þvo okkur um hendurnar eftir vinnu í gær. Pétur sagði vera tiltölulega hreint bara. Hvernig er þetta þá þegar það er skítugt! Klósettin voru ógeðsleg, skapahár á setunum og fullt af sulli á niðufallinu og fiskuggi límdur við gólfið, sturturnar vægast sagt ógeðslegar og matarleifar í eldhúsinu, gólfið drullugt. Ekki töff....
Pólsk, rúmensk og rússnesk - íslensk orðabók (ábyrgð er ekki tekin á stafsetningu):
Kurva = hóra (almennt blótsyrði Pólverja - svona eins og andskotinn)
Kurva mats = mikil hóra
Javla = drífa sig
Túra gúdjína? = hvað er klukkan?
Tjin kúíjei = takk fyrir
Ja pjer dolla = ertu að grínast í mér
Tak = já
Labba labba = rúnka sér
Chin dobre = góðan dag
Dobra = gott
Nje = ekki
Vachare = heit pía
Chasna petko = reykingarpása
Flex = slípirokkur
Prima = frábært
Jestesch vúbí = þú ert heimskur
Titski = brjóst
Persei = brjóst
Tjípka = píka
Prostitutka = mella
Búna sjúa = góðan dag (rúmenska)
Katka bjasa vút? = hvað heitirðu? (rússneska)
Rúski = rússneska (rússneska)
Tannhirða Pólverja er ekkert sérstök. Kannski af því að þeir reykja svo mikið og drekka gos og djús í tíma og ótíma.
Karol fékk flís úr slípirokki í augað í dag - ég vona að það sé í lagi með hann :S Radek keyrði honum í sjúkraskálann...
Jæja, nóg af gúrkunum.

miðvikudagur, 27. júní 2007

Lag í spilun: Beck - Think I'm in Love

Ég held að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég segi að þetta sé það sem Jarek er að meina þegar hann kallar mig jaschka .... er samt ekki alveg viss.
http://www.buehnen-graz.com/schauspielhaus/ensemble/ensemble.php?id=738

Sjæser, ég verð góð í fyrramálið ... en vakan var vel þess virði.

Víííí!

fimmtudagur, 21. júní 2007

Lag í spilun: Mínus - Kiss Yourself

Steiktur dagur í dag.
Eftir kl. 13 var ekkert að gera.... EKKERT! Ég ráfaði um og gerði EKKERT frá um 13 til tæplega 16, þegar Ulli fann eitthvað fyrir mig að gera. Fór að þrífa bílinn hans í Hveragerði og spjalla geðveikt við bróður Þorgils :D Þegar ég kom til baka, var ennþá ekkert að gera...
Held að Kristoff hafi reykt 3 pakka af sígarettum í dag, vegna leiðinda.

Lærði nýtt orð í pólsku. Labba labba.... sem þýðir "rúnka sér". Afskaplega nýtileg(t) orð.

Síðan var nokkrum sinnum sagt við mig jatschka. Enginn vildi hins vegar segja mér hvað það þýðir....

miðvikudagur, 20. júní 2007

Lag í spilun: Tappi Tíkarass - Ilty Ebni

Erum við að tala um glataða stöðu! Ég ætlaði svoooo að fara á Chris Cornell. Náði náttúrulega ekki forsölunni í dag, enda að vinna, og þessir 1500 miðar seldust upp á nótæm. Almenn sala hefst á morgun kl. 10 - þegar ég er að vinna! Ætlaði að fá Arnar til að kaupa miða fyrir mig á Svarta kortið mitt - en fattaði síðan að það er útrunnið. Ætlaði síðan að millifæra inn á hans Svarta kort - en leiðbeiningarnar mínar ná bara yfir Svört kort frá Landsbankanum. Þannig að ég ætlaði að láta hann fá aðgang að heimabankanum mínum og læta og láta hann gera þetta sjálfur (enda ég að vinna en hann hefur aðgang að tölvu í vinnunni) - en fattaði síðan að það þarf þennan blessaða auðkennislykil. Heyrðu, hann getur bara hringt í mig og beðið um auðkennislyklanúmerið.... það er möguleiki! Eða þá að ég tek mér bara frí í vinnunni og bíð í röð! Sjæsa, hvað ég nenni því ekki. Ég ætla að búa til leiðbeiningar fyrir hann núna.....

þriðjudagur, 19. júní 2007

Lag í spilun: Testament - Nostrovia

Þetta er ekkert sérstakt lag - bara vitna í Hostel: Part 2 :Þ
Ég hef svo mikið að segja en ekkert sem er blogghæft :Þ
Jú, smá.
Pollarnir voru í reykingapásu í gær þannig að ég ákvað að leggjast á stálbita þarna og vegna sólarinnar lokaði ég augunum. Ég var að hlusta á Wish Upon a Dog Star með Satellite Party (sem er btw uppáhalds lagið mitt sem stendur). Síðan sortnar mér fyrir mín lokuðu augu, opna þau og er ég þá ekki með Kristoff í fésinu!!! Ég veinaði, mér brá svo, og vældi "Fucker!" á eftir honum... djöfull fóru þeir að hlæja!

Búin að taka eftir því að Jarek (einnig kallaður Jaro eða Pamela --- hann og vinnufélagi hans eru oft kallaðir Pamela og Tommy Lee) og Radek segja oft "vachare" þegar þeir sjá eina píuna sem vinnur hjá Stjörnublikk. Ég spurðist fyrir og það þýðir víst sæt stelpa. Þannig að ég kallaði á Jarek: "Pamela! Vachaaaaare..."

Sólskinsdagar eru alltaf skemmtilegir - og föstudagurinn verður fínn - það er að koma sending með trilljón boltum - ég, tónlist og boltasamsetning inni í gámi - hevví næs.

Síðan tek ég mér frí á laugardaginn "just to recharge my batteries". Jeij.

föstudagur, 15. júní 2007

Lag í spilun: UMTS - Story of a Star

Ég hélt að þeir félagar í Fóstbræðrum hefðu nú bara verið aðeins að ýkja þegar þeir sungu þessi úber 80s lög. Ég hafði rangt fyrir mér. Náði í 100 íslensk 80s lög.... Jóhann Helgason – Take Your Time...

fimmtudagur, 14. júní 2007

Lag í spilun: Gríska lagið

Gróf í snarhasti upp gömlu barnakasetturnar mínar í morgun, bara að tékka hvort ég ætti nú ekki eitthvað í bílinn... Sögur fyrir svefninn nei, Tónlistarbíllinn nei, Kardemommubærinn nei, Barnadansar nei....

The Boys já.... hvað er betra en að hlusta á stráka syngja klassísk lög eins og stelpur, enda ekki ennþá komnir í mútur. Jah, maður spyr sig.

Ákvað að gerast spassi í dag (enda að vinna með hálfgerðum spössum). Við vorum þrjú í einu kæliturnahólfinu; ég (skólaþýska), Radek (fæddist í bæ í Póllandi um 15 km frá Þýskalandi) og Kristoff (vann í 10 ár í Þýskalandi). Þannig að við vorum bara eitthvað að bulla á þýsku, íslensku, ensku og pólsku. Þeir fengu loksins að vita hvað "ríddu mér" þýðir :Þ Kristoff á konu í Póllandi og Radek (sem er 22 ára) kærustu og silfraða Hondu Civic með dökkum rúðum og geðveikum græjum.
Ich bin ganz allein zu Hause. Já, þau eru farin til Benidorm. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að kveikja á borðtölvunni og hækka Pantera í botn. Ég elska að vera ein heima, enda gerist það örsjaldan. En það hefur einnig sína galla. Enginn nema ég getur klúðrað Makkaróní end tjís með nákvæmum leiðbeiningum aftan á.... fkn ógeðslegt. Þannig að ég fékk mér hvítt súkkulaði, banana og popp í kvöldmat og horfði á Paycheck á Bíórásinni. Guð má vita hvað gerist þegar ég fer að þvo fötin mín :Þ

miðvikudagur, 13. júní 2007

Lag í spilun: Placebo - Drag

Krakkar, ég er að verða vitlaus á þessu tónlistarleysi og það eru ekki nema um 2 vikur síðan spilaranum var stolið! Ég held að það undirstriki bara húðflúrið mitt...

Græjurnar í bílnum éru ekki nógu góðar, in the first place, get ekki hækkað nóg til þess að kæfa sönginn minn :P

Þar að auki tók útvarpið upp á því að breytast í kúk. Ég get kveikt á því og hækkað og lækkað en annað ekki - og það er fast á 97.6! Nei, ekki 97.7 heldur 97.6! Sjúklega pirrandi.

Síðan er enginn spilari sem ég get hlustað á í bílnum (með hjálp breytispólunnar minnar) og enginn spilari sem styttir vinnudaginn minn *tár* En gleðifréttirnar eru þó að ég fæ nýjan á föstudaginn, reyndar 30GB enda 60GB erfitt að fá. Ég verð bara að fara í gegnum hvert eitt og einasta lag aftur og vega og meta hvort það eigi skilið að vera inni á spilaranum mínum (ekki eins og ég hafi ekki gert það áður...)

Og brotna heyrnatólaplöggið í tölvunni minni er að fkn drulla upp á bak. Versnar með hverjum deginum. Sérlega böggandi. Ég ætla að fara með tölvuna niður á verkstæði og bara: "Ég vil fá eitthvað fyrir þessa helvítis 30þúsund króna alþjóðaábyrgð þannig að viltu andskotast til þess að opna tölvuna og athuga hvort að það sé ekki fræðilega mögulegt að laga þetta án þess að skipta um allt helvítis móðurborðið!" - ein pirripú á ástandinu.

Við erum að tala að ég er farin að heyra tónlist í umhverfinu... kannski sniðugt ef maður er lagasmiður eða eitthvað - en ég er bara textasmiður. Ég hef heyrt skýrt og skilmerkilega part úr sinfóníu, part úr einhverju fönklagi og hluta úr popplagi - allt auðvitað hugarsmíð mín. Síðan heyri ég takta og síendurtekin undirspil í gríð og erg.

Mig langar að vera í hljómsveit - og það sérstaklega núna. Er með tveggja vikna uppsafnaða söngþörf sem bíður þess að brjótast út...

mánudagur, 11. júní 2007

Lag í spilun: Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt siglir fleyið mitt

"Ég ákvað að særa stolt mitt og fór því heim"...
...og tók til í herberginu mínu, fór með kápuna mína í hreinsun og stígvélin mín í viðgerð og skrapp síðan í Kringluna og keypti mér gallabuxur (Deres), kjól (Spúútnik, ótrúlega flottur - svona kjóll yfir buxur/leggings) og stuttermabol (Zara, svartur og plain). Þegar ég kom heim fór ég út í sólbað (fullklædd og með teppi) og sofnaði í klukkutíma. Síðan gerði ég myndavél mömmu tibúna fyrir utanlandsferðina (fara á aðfaranótt fimmtudags) og hjálpaði mömmu og Guðjóni að setja tónlist inn á 1GB MP3 spilara Guðjóns.

Það rættist því aldeilis úr deginum :)

Þyrfti að koma mér í lífshættu oftar... 8)

Lag í spilun: QOTSA - Sick Sick Sick

Ef ekki hefði verið fyrir Bobi Pólverja væri móðir mín að fjárfesta á líkkistunni minni... og ég sæti ekki hérna í mestu makindum bloggandi.
Datt næstum því úr kæliturninum... um 10m fall (ef ekki meira) en bitarnir hefðu dregið úr fallinu.
Steig ofan á spýtu sem lá ofan á, að ég hélt, þremur bitum - en hún náði ekki yfir á þriðja bitann (og ég steig akkúrat á þann part spýtunnar). Var búin að taka saman einhver skröll og skiptilykla; sem sagt með báðar hendur fullar. Vogarafl - spýtan niður og ég með. Bobi greip mig... Eitt stykki "ach, sjæse" vall upp úr mér og síðan fór ég að hlæja :Þ Bobi sagði mér að tveir aðrir hefðu lent í því sama og ég, Rafao og Mihai.
Ég kenni engu öðru um en þreytu, búin að vinna of mikið og sofa of lítið.
Ég ákvað að særa stolt mitt aðeins og fór því heim.

sunnudagur, 10. júní 2007

Lag í spilun: P.O.D - Youth of the Nation

(Dýrka gítarsándið í þessu lagi...)
Brettið upp ermarnar því margt hefur á daga mína drifið. Byrjum bara á byrjuninni.
Fósturpabbi minn, Benni, fékk spýtu í hausinn á fimmtudaginn. Eitthvað svona vogaraflsdæmi og spýtan flaug í ennið á honum. Hann vankaðist eitthvað en hélt síðan bara áfram að vinna. Þegar ég kom úr vinnunni sýndu mamma og Benni mér ennið á honum. Hann var með svona tvær lóðréttar rendur á enninu og svo bólginn að hann minnti mig á Neanderthalsmann - ég fór náttúrulega að hlæja, eins ILL og ég er :Þ
Á föstudeginum fór hann til læknis, eftir vinnu, enda með verk í höfðinu. Þeir tóku röntgenmyndir og svona... "Bíddu, rotaðistu ekki???", spurðu læknarnir Benna. "Og hélstu síðan bara áfram að vinna og vannst í dag [föstudag] líka???", sjúklega hissa félagarnir. "Þú ert sko höfuðkúpubrotinn, vinurinn!". Whöööö! Eftir vinnu á föstudaginn var mér sagt frá þessu. Ég, sem hafði farið að hlæja, hvarf inn í einhverja skel til þess að skammast mín :S
Og þetta er ekkert venjulegt brot. Það er innfallið, svona eins og þegar maður brýtur egg. And that comes with complications. Annað hvort aðgerð þar sem hann er húðflettur og höfuðkúpan löguð. Aðgerðin er víst hættuleg. Eða þá að þetta grær svona eins og það er og hann verður með súpuskál í enninu. Hann kaus súpuskálina. Mamma er eitthvað búin að vera að fíflast. "Já, ég get bara notað holuna sem bjórkollu þegar við förum til Benidorm"...

Á fimmtudaginn, í vélmennavinnunni minni, var engin tónlist. Ekkert náðist nema harmonikkutónlist á rás 1 eða eitthvað. Ekki töff. Þannig að ég hlustaði á tónlistina í umhverfinu, eins súr og ég er orðin af tónlistarskortinum. Veit svo sem ekkert hvort að það var eitraða málningin sem ég var að mála með eða ég sjálf, en ég fékk (að mínu mati) alveg ágætis hugmynd að húðflúri.

Á föstudagskvöldið fór ég síðan á tattúhátíðina á Grand Rokk og var næstum því búin að fá tattúið hjá einhverjum Bosco (eða eitthvað), jafnvel þó að ég hafi eila ekki verið að fíla verk hans. Síðan náði ég tali við Sverri tattú og hann sagðist hafa tíma daginn eftir (laugardaginn).
Í gær, eftir að hafa keyrt útaf, sett heimsmet í að hafa mig til og talað við Sverri (manni hafði bara tíma strax, vúhú!), sullaði hann tattúinu á mig. Djöfulsins sæluvímu var ég í, eftir það. (Kannski svengdin að hafa einhver áhrif...)
Síðan var barasta haldið til Selmu, á Ellefuna. Svipast um eftir Herra Nafnlausum, dansað eins og mofo (as I've said before, geðveik tónlist), 1,5 bjórar drukknir og Jägermeisterskot = mígandi vangefin. Hitti Helga Óttarr (Kvennó). Hann nennti ekki að tala við mig :P
Hressó var hressandi... :D Eða þannig, sjúklega ömó tónlist... Anna Stella, mundirðu eftir því að hringja í Óla sem ætlaði að splæsa skópari á þig?
Hitti Himma og Evu (Kvennó) - bæði sauðdrukkin og virtust í sambandi. Kristján (Kvennó) nennti ekki heldur að tala við mig (djöfull er mar leiðinlegur).
Haha! Hitti líka Dag (snilli úr Engjaskóla). Hann er að fara að flytja til Dk og læra lækninn, hann fer létt með það hafi hann metnaðinn. Dabbi frændi (Engjaskóli) var í för með honum - hann er að læra húsasmiðinn :)
Í dag var ég síðan rasskellt af rúmönsku gamalmenni sem er að vinna með mér. Var eitthvað að skamma mig fyrir að hafa keyrt útaf... Langaði að kýla manninn í magann þegar hann rasskellti mig... Sofnaði síðan í hvert skipti sem Pollarnir fóru í reykingapásur...
Ágætt, ágætt - mygluð færsla. Farin til Söndru....

fimmtudagur, 7. júní 2007

Lag í spilun: New Order - True Faith

Á ég að vinna á sunnudaginn eða ekki, er málefni líðandi stundar.
Altak þarf á öllum sínum starfsmönnum á sunnudaginn, enda þarf að skipta um alla boltana í einum kæliturninum og það þarf eitthvað skítseiði eins og mig til þess að snattast fyrir Pólverjana.
Kostir við að vinna:
Rúmir tveir tugir þúsunda króna (sem ég get notað í kaup á nýjum MP3 spilara).
Ég fæ ekki samviskubit yfir að hafa sagt nei.
Gallar við að vinna:
Alveg gríðarleg þreyta (enda að fara að djamma á laugardaginn).
Minni líkur á að ég geti fengið mér húðflúr á Grand Rokk tattúhelginni (Guð má vita hversu margir eru í sömu hugleiðingum og ég).
Ég er alveg búin á því og vinni ég á sunnudaginn fæ ég að hlaða batteríin aftur fyrr en þarnæsta sunnudag.
Eins og sjá má eru gallarnir mun fleiri en kostirnir... en ég er samt að spá í að vinna :S Eða meika ég það? :S

þriðjudagur, 5. júní 2007

Lag í spilun: Soundgarden - Rusty Cage

Hey! Hver kemur með mér á Chris Cornell tónleikana þann 8. september? Hann mun víst taka alla helstu slagarana af söngferli sínum (Soundgarden, Audioslave og Temple of the Dog). I wanna go!

Ekki fyrir viðkvæma (mér finnst þetta sjúkt fyndið):

http://www.cant-touch-this.co.uk/morningglory/comics.html

mánudagur, 4. júní 2007

Lag í spilun: Guns 'n' Roses - You Could Be Mine

Ef ég væri karlmaður eða lesbísk væri þetta manneskjan sem ég myndi rúnka/fróa mér yfir.

Keira Knightley

sunnudagur, 3. júní 2007

Lag í spilun: Pantera - Valhalla

Þetta blessaða djamm á föstudaginn var alveg frábært. Engin reykingarstybba, dansað og skemmtilegheit ;)
Ég og Anna Stella fórum í road trip sem við segjum frá á www.blog.central.is/plagioklas.
Vinna á morgun og alveg fram að sunnudegi. Sjæser... Varð þreytt í seinustu viku eftir 3 vinnudaga :S og tónlistarskorturinn...

föstudagur, 1. júní 2007

Lag í spilun: Jethro Tull - Bungle in the Jungle

Víííí! Ég náði efnafræði! Engin úber einkunn svo sem, but who gives a shit - ég náði.
Búin snemma í dag.... föstudagar enda kl. 17:30 svo að Pólverjarnir geti farið að versla í Bónus áður en lokar.
Síðan er ekki vinna á sunnudaginn, eins og ég hélt, þannig að ég á bara venjulega helgi fyrir höndum :)
Fékk útborgað í dag fyrir 2,5 daga. Er að fá virkilega gott kaup, skal ég ykkur segja, en mér þótti skrýtið að skattur skuli hafa verið tekinn af mér enda er ég með skattkort. Tala við pabbaling um það.

Ég ætla að enda þessa færslu með gullkorni frá mínum 10 ára fávita, nei ég meina bróður.

Vinur hans, Sindri, var að segja honum frá því að hann hafi verið að keyra uppi á jökli um helgina. "Hver er Jökull?", spyr gerpið bróðir minn þá.