sunnudagur, 14. október 2007

Lag í spilun: Ekkert

Þá er maður kominn úr seinustu ferðinni í bili. Skálafellsjöklamælingaferðinni.
Leituðum nokk lengi að fyrstu stikunni (við hliðina á jöklinum) sem átti að mæla frá, en hún fannst. 236 m að jökli - seinast (árið 1992) voru 92 m. (Sem sagt mikið hliðarhop á þessum 15 árum).
Þegar við komum síðan að sporðinum þá blasti við fögur sem og ófögur sjón. Gríðarlega fallegt útsýni og ár og jökullón sem að komu í veg fyrir að við gætum mælt sporðinn. Glatað.
Ég elska jökla. Þeir eru svalastir.
Föstudagskvöldið var ákaflega hresst en gangan til og frá jöklinum (á laugardeginum) tók svo á að fólk var bara nokkuð rólegt á laugardeginum (að nokkrum svörtum sauðum frátöldum :P).Þetta var allt saman magnað :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

enn sætur svefn. flottar myndir. tala við þig á mánudaginn.

Boobie Trap sagði...

Haha :D Sá þessa mynd fyrst þegar ég setti myndirnar inn á tölvuna :P