fimmtudagur, 11. október 2007

Lag í spilun: Buddy Holly - Lollipop Lollipop

Ömm, fór aftur aðeins, smá, pínu að versla í dag. Að hluta til nokk óhefðbundnar fjárfestingar:
Húfu úr Habbuk (nokkuð lík þessari sem að Spatze lánaði mér í Þórsmerkurferðinni, sú húfa fór mér vel og því þótti mér lán að koma auga á þessa í Hagkaupsblaðinu).

Síðan stóðst ég ekki mátið ;)
Frekar dýr þessi en það er unaðslegt að hafa þetta á hausnum :p
Síðan fann ég "the long lost" svörtu ermar í Vero Moda. Seinustu og í mínu númeri. Meant to be. Búin að leita eftir svona ermum í mánuði.
Gekk beint út úr Vero Moda og í Ríkið og keypti þar menntaskólafélagann, Passoa, sem ég mun síðan blanda í sykurskertan eplasvala og gæða mér á í Skálafellsjöklamælingaferðinni sem hefst um 17 leytið á morgun.
Úr Krinlgunni lá leiðin í Blóðbankann þar sem ég ætlaði í blóðprufu; bara tékka hvort ég þjáðist af járnskorti og í hvaða blóðflokki ég er. Það gekk víst ekki. Maður má bara fara í blóðprufu ætli maður að fara að gefa blóð. En ég má ekki gefa blóð (ég vissi það fyrir), ég er of létt. Maður þarf að vera 52 kg og þau taka alltaf sama magn af blóði - þannig að ef að ég myndi missa það mikið blóð og þau taka myndi líða yfir mig og röggl. En allavega, þessar yndislegu konur mældu samt hemóglóbínmagnið í blóðinu mínu og það var aðeins of lítið. Sem sagt, örlítill járskortur. Ég er of létt, ég þjáist af járnskorti og nýbúin að fá mér tattú :P Þreföld neitun :P (ekki það að ég hafi verið að fara að gefa blóð.... en þið skiljið pointið).
Þá fór ég í (að sögn mömmu, þegar ég kom heim) dýrasta apótek á landinu; Domus Medica or sum og keypti járnmixtúru sem konan í Blóðbankanum mælti með. Þegar ég kom heim horfði mamma á mig; "Þú veist þú getur fengið í magann af þessu, og það á slæman hátt". Ég horfði á hana og skildi. Ekki kúl! Ég vona að ég sé ekki að fara að lenda í neinu svona ógeði. Það er óeftirsóknarvert. Yuk.
Borgarstjórnin fallin... jeij :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

að eiga svartar ermar er alger nauðsyn, skyldueign fyrir alla ;P

en hérna... ríkisstjórnin féll ekkert... björn ingi ákvað að skipta um lið og hætti að vera með sjálfstæðismönnum... þannig borgarstjórnin féll... ;P

Nafnlaus sagði...

Æji, ég veit...fattaði það nokkrum mínútum eftir að ég slökkti á tölvunni og nennti ekki að laga :P Geri það núna, fyrst ég get.

Annas, for your eyes only sagði...

ég hef drukkið svona járnmixtúru og það var allt í lagi með magann minn en þetta var hinsvegar viðbjóðslegt á bragðið og gafst ég upp á að pína þetta í mig og sætti mig bara við hinn ágæta járnskort.
sjáumst á jökli!

Nafnlaus sagði...

uh, marín. apótek.....ok ég segi þér þetta bara þegar þú kemur heim úr ferðinni.....eh, bless! :)