föstudagur, 30. nóvember 2007

Lag í spilun: Black Rebel Motorcycle Club - Love Burns

Ég lá andvaka í gærkvöldi frá rúmlega 23 til rúmlega 1.... veit ekki hvort það var óveðrið eða my mind racing, líklegast bæði. Síðan vaknaði ég kl. rúmlega 5... kannski vegna óveðursins, veit ekki, og sofnaði barasta ekkert aftur.
Fyrsta prófið (af 6) hófst síðan kl. 9 í morgun. Verklegt storkuberg (eða sortuberg eins og mamma kallar það). Dregið um smásjár, svo að það yrðu ekki slagsmál. Jarðfræðiskor á, án gríns, 5 góðar smásjár fyrir nemendur í B.S. námi. 5! Síðan eru 5 lélegar, og nokkrir lélegir spennukassar. Ég fékk mega lánssmásjá (6 í prófinu í einu).
Persónulega tel ég mig hafa staðið mig vel á prófinu, og ég er tiltölulega viss í minni sök, að um ólivíndólerít hafi verið að ræða.
Lét ballansera dekkin á Lofti, á leiðinni heim... no titringur, no more. Yay!
Núna er ég að prenta út glósur á fullu, klifur kl. 18, meiri glósur eftir það og á morgun.... hefst lærdómur fyrir munnlegt (*grátur*) storkubergspróf...

miðvikudagur, 28. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Jarðsögufyrirlesturinn áðan fjallaði um Svalbarða.
....það er hægt að fara þangað í jarðfræðinám....
2. og 3. árs nemar í jarðfræði geta farið til Svalbarða og eytt hálfu til einu ári þar í myrkri og vosbúð! Do you have any idea how appealing that sounds to me!
Vodki kostar víst svipað og ein gúrka og tveir tómatar hér - sem og önnur óhollusta.
Og ef maður kýs að fara í rannsóknarferð þarf maður að skipuleggja það með fyrirvara.... fara EKKI einn og taka með sér riffla.... polar bears, yeah!
Svalast.

þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Já, ég er byrjuð að missa hár... og prófin eru ekki einu sinni byrjuð! =0

laugardagur, 24. nóvember 2007

Lag í spilun: Down - Lifer

Hverju haldiði að ég hafi verið að fjárfesta í?
Miða á tónleika með Queens of the Stone Age. Já, sæll! Eigum við að ræða'ða?!
...og ekki nóg með það - tónleikarnir eru í Danmörku, 24. febrúar 2008.
Talaði við stúlku í vísindaferðinni í gær, vorum geðveikt að bonda yfir QOTSA og hún bara "Hey! Komdu með!" og ég þúst bara "Já, tótallý, sko!" og hún bara "Gegt!" og ég bara "Jámmar!". . . . .
Ég edrú, hún í glasi - vona að hún muni eftir mér :D
Miðinn kostaði 4500 kr, flugið kostar 24.000kr (núna, með IcelandExpress) og það besta er að hún á vinkonu í Köben sem getur hýst okkur, fo' free!
*hlakkar til*
Æji, tékkiði á rúsínunni *awww/vorkunnarsvipur*

fimmtudagur, 22. nóvember 2007

mánudagur, 19. nóvember 2007

*fliss*
Ætli Pólverjarnir hafi fengið ógeð á Bobi.... hann var víst illa liðinn.
Nei nei, það er alveg hellingur af fyrirtækjum þarna upp frá og það er ekki einu sinni tekið fram í fréttinni hvort um Íslendinga eða útlendinga sé að ræða.
Bara að ímynda mér eitthvað bull...
...er í steingervingafræði og er mega flökurt. Vona að ég sé ekki að fá ælupest :S

laugardagur, 17. nóvember 2007

Lag í spilun: Pain of Salvation - Reconciliation

Færslan hérna að neðan er aðeins of kjánaleg... og þess vegna blogga ég....um....hmm... já...
*hugsar*
*hugsar*
Þetta er magnað lag *gæsahúð*
Söngvarinn er virkilega, virkilega hæfileikaríkur.
*hugsar*
Hey, tékkiði á óskalistanum mínum á Amazon. Ég er hægt og rólega að kaupa allt sem á honum er.
*hugsar*
...storkuberg er leiðinlegt fag...

föstudagur, 16. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Ég og Angus (Agnes) vorum að einhverfast áðan... mældum "the hyper extension" handleggs míns. Komumst að því að það eru 195° ... ekki 180° eins og á meðal manneskju. Hérna er mynd til þess að sýna þetta *flissar yfir hálfvitaskapnum*.
Séð frá hlið... (tékkið á upphandleggsvöðvanum :p)

Einnig er ég með svona ílanga sprungu eftir olnboganum eins og sést hérna að ofan :p
Að lokum verð ég að nefna, að eftir mjög vísindalega mælingu (með reglustiku) þá komst ég að því að hárið sem að reis mest, þegar ég fékk gæsahúð um daginn, var 1,6 cm á lengd.
Vei....gaman.... *fliss*

fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Lag í spilun: Metallica - Blitzkrieg

Jæja, hvað liggur á hjarta mínu, þessa dagana, annað en lærdómur og Devin Townsend.
Húðflúr. Ég er búin að gera tattú-blogg áður (minnir mig - ég er með gullfiskaminni) en það eru nokkur búin að bætast á "my wish list"
Einhver sagði: "Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt." (reyndar úr Pringles auglýsingu) Þessi setning á mjög vel við húðflúr.
Mig hefur lengi langað í þetta, enda stolt naut. Annað hvort á kúluna á vinstri fæti eða innan á úlnliðinn á vinstri hendi.
Einnig langar mig í þetta (fædd á ári tígursins - þetta er kínverska táknið fyrir tígrisdýr). Veit svo sem ekkert hvar ég myndi hafa þetta, koma margir staðar til greina t.d. handabakið (svona á milli vísifingurs og þumalputta).

Síðan langar mig svolítið í tattú af ísdrottningu annað hvort á upphandlegginn eða bakið, einnig víkingatattú (hef enga ákveðna staðsetningu í huga) og svona hálfa sól/hálft tungl (aftan á hálsinn kannski).
Að lokum langar mig í þennan félaga... karakter í Spirited Away. Finnst hann ótrúlega ... umm ... eiginlega verð að nota þetta ljóta orð ... fallegur :þ Myndi vilja hafa hann á bakinu, upphandleggnum og aðeins upp á öxlina eða jafnvel aftan á kálfann...

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Eruð þið ekki að grínast í mér með Loft.
Þetta er sagan endalausa!
Ferð mín í skólann áðan einkenndist af bremsum sem voru verri en þær í Dæjanum, þurfti nánast að þrýsta niður í gólf til að hann færi að bremsa. Var þetta svona í gær þegar ég keyrði heim úr vinnunni? Nei! Eins og einhver hefði klippt á eitthvað í nótt, urrg. Síðan þegar ég lagði í stæði og tók í handbremsuna þá flaug ég næstum aftur fyrir mig, gat togað hana lengst út í rassgat!
Eitthvað samtengt í bremsukerfinu að feila!
Ef bíllinn minn er með sál þá er hann eitthvað verulega fúllyndur þessa dagana....
Ég hef ekki tíma fyrir svona lagað.
Update:
Það var allt í lagi með bremsurnar á leiðinni heim. Get svo svarið það, held að bíllinn hafi eitthvað á móti mér. Lætur eins og villingur eina stundina, ljúfur sem lamb hina (sérstaklega þegar aðrir aðilar prófa bílinn, til þess að athuga hvað sé að). Kemur út eins og ég sé coo-coo in da head.
Handbremsan er þó ennþá jafn fucked.

mánudagur, 12. nóvember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - Deadhead

Ég sit hérna á Þjóðabókhlöðunni og er að gera fyrirlestur. Taldi mig þurfa að hanga hérna af því að ég þurfti að nota handfletti bók, sem er ekki til útláns.... en síðan var ég að komast að því áðan að bókin inniheldur um 5 blaðsíður sem ég get notað. Ég er nú ekkert rosalega hrifin af bókasöfnum, en þetta er nú samt ekki eins slæmt og ég bjóst við, þannig að ég ætla ekkert að yfirgefa pleisið.
Fékk svona skyndilöngun áðan... "Mig langar að lesa allar bækurnar hérna, meira að segja Oxford Albanian-English Dictionary...." Langar það eiginlega ennþá, en ég myndi líklegast sofna eftir 3 blaðsíður af fyrstu bókinni sem ég myndi reyna við
Ég snúsaði 5 sinnum í morgun... ég snúsa aldrei! Kannski af því að ég legg það ekki í vana minn að fara að sofa um miðjar nætur :þ
Update:
Vá! Þetta er mesta fling síðan Philip Seymour Hoffman flingið var og hét (hann er auðvitað ennþá uppáhalds leikarinn minn). Í dag er ég markvisst búin að fara í gegnum YouTube í leit að skemmtilegum myndböndum þar sem Devin Townsend kemur fram. Þetta er það skemmtilegasta:
http://youtube.com/watch?v=WrFO6wYD2BQ

sunnudagur, 11. nóvember 2007

Lag í spilun: A Perfect Circle - Magdalena

Hérna er frásögn sem að sýnir ást mína á MP3 spilaranum mínum.
Djamm í Vogunum, ég og Anna Stella gistum hjá Minney á beisinu. Sváfum allar í rúminu hennar Minneyjar. Ég í miðjunni, með spilarann (Devin Townsend söng mig í svefn).
Það skondna er að ég vaknaði nokkrum sinnum í nótt til að athuga hvort að ekki væri í lagi með spilarann, hvort að einhver lægi á honum og hvort hann væri ekki alveg örugglega í fanginu á mér. Hann var alltaf í fanginu á mér :þ

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Lag í spilun: A Perfect Circle - Wake the Dead

Var að lesa grein um Istorrent í Fréttablaðinu og vil í kjölfarið þakka öllum þeim sem hafa sett efni ólöglega á internetið; hvort sem það hefur verið sett inn á Istorrent, gamla DCið, útlenskar torrent síður, Limewire, WinMX eða hvaðeina.
Ég ætti líklegast ekki yfir 100 góða geisladiska (sem ég hef fjárfest löglega í, í gegnum tíðina) ef ekki hefði verið fyrir þá.



mánudagur, 5. nóvember 2007

Lag í spilun: Strapping Young Lad - All Hail the New Flesh

Sat hérna í mestu makindum í vinnunni þegar ég heyri þessí þvílíku ískur í dekkjum.... fyrir utan. Tekur mig smá tíma að átta mig á hvað um er að vera.... síðan bara "blíng!" og ég hleyp út!
Þá er ekkert nema reykurinn eftir. Ég stekk að Lofti og athuga hvort hann sé skaðaður.... svo er ekki... en svona þrjá metra frá honum svört dekkjaför sem mynda marga hringi. Stend þarna í smá tíma og hlusta á vélarhljóðið í sökudólgnum í nágrenninu...bíð...sé ég ekki rauðan amerískan kagga keyra upp aðalgötuna í áttina að Spönginni. Ég veit hvar hann á heima :þ
Ekki sátt... urrg.... má vel vera að bílstjóri kaggans sé snillingur í að taka handbremsubeygjur and all dat... en nei takk, ekki upp við bílinn minn... Loftur gerði næstum því í buxurnar.

Lag í spilun: Ekkert

Í nótt bárust ljúfir tónar til eyrna minna. Svo ljúfir að það lá við að félli tár. Hárin risu á höndum mér og fiðrildi flögruðu um í maga mínum. Þessi rödd.... mig langar að njóta ásta með henni.
Forsprakki bandsins (sem eigi lengur er starfandi) er með það sem kallað er "bipolar disorder" og skartar "skullet" enda verið að fá skalla frá unga aldri (skv. Wikipedia).



sunnudagur, 4. nóvember 2007

Hahahahah!
http://youtube.com/watch?v=N8NOgyvYgh0

Lag í spilun: A Perfect Circle - The Package

Í gær fór ég með fjölskyldunni í sjötugsafmæli föður fósturpabba míns. Ég hef alltaf verið hálfgerður utangarðsmaður þarna og hlakkaði því lítið til að fara. Þegar þangað var komið þurfti maður að taka í spaðann á fullt af ókunnugu fólki og kynna sig, which is not my thing. Síðan sat ég þarna....leið illa :D Þegar Margrét(20) og Agnar(17) komu (börn systur Benna fósturpabba) var mér bjargað.
Einhverjum tímum seinna sat ég ásamt nokkrum fleirum inni á Jóni Viðari(20) og horfði á Drawn Together og Robot Chicken (teiknimyndir sem ég er að ná í núna :p). Mamma kemur inn og spyr hvort ég sé að fara heim (var á sér bíl ... ef ske kynni að ég vildi fara fyrr heim en familían)... af því að Guggu vantaði far heim í Grafarvoginn.
Ég bauðst til að skutla henni heim. Þegar ég komst að því að Gugga er 86 ára runnu á mig tvær grímur... 'cuz I'm afraid of old people. Mamma fíflaðist með það við nokkra vel valda aðila hvað ég væri einstaklega hrifin af því að vera að fara að keyra háöldruðu gamalmenni heim. Á leiðinni töluðum við um veðrið, ég og Gugga gamla, og síðan þurfti ég að hjálpa henni úr bílnum og leiða hana að dyrunum.
Sjaldan liðið jafn kjánalega á ævinni....
Ég veit ég ætti að vera ánægð en staðreyndin er sú að ég móðgast bara. Mamma fékk nokkrum sinnu spurningu í boðinu:
"Hvað er langt síðan dóttir þín fermdist?" Mamma móðgaðist meira að segja líka.
"Ömm, rúmlega 7 ár!"
"Nú, hvað er hún gömul?"
"21 árs"
"Hún er svo ungleg...."
Síðan þegar ég bauðst til að keyra Guggu heim:
"Ertu komin með bílpróf??"
Mamma: "Hún er 21 árs"
Ég stóð þarna hjá á meðan það sauð svolítið í mér.
"Núh, ég hélt hún væri svona 14 ára."
Urrg....

laugardagur, 3. nóvember 2007

Lag í spilun: Desert Sessions - Polly Wants a Crack...

Djöfull massaði ég djammið í gær....
Vísó í Samsýn ... stutt og laggóð kynning ... stuð. Síðan Red Chili, þar sem ég var næstum því sofnuð. Ílengdumst þar... fólk þurfti ofboðslega mikið að tala :D Mig langaði bara að komast til Keflavíkur og byrja að drekka (ég var bílstjórinn).
Þegar þangað var komið, rúmlega 22, blandaði ég mér strax áfengi ... 3 klst seinna var ég orðin of drukkin til þess að fara með Bylgju og Minney niður í bæ. Anna Stella var of þreytt til að fara með og sat í rúminu og var á MSN og ég áfengisdauð við hliðina.
Þar með lauk djammkvöldinu mínu.

föstudagur, 2. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Dagurinn í gær.... verrí gúdd.
Vorum að leita að götungum í einu sýninu sem við tókum í Skipanesi. Það var mega þegar við fundum fyrsta. "*andköf* Ég fann einn!" Þegar við fundum seinasta: "Úff, þá er því lokið." Þá vorum við búnar að finna yfir ca. 20.
Eftir götungaævintýrið fórum við Minney í klifur þar sem ég kláraði my Cobra, með undirgripinu und alles :D Sem sagt, yay!
Komast aðeins upp á lagið með grænu leiðina og komin með nýja Cobru, aðra gula.
Farin að skoða málmsteindir eða oxíð or sum í smásjá.