sunnudagur, 21. október 2007

Lag í spilun: Slipknot - The Blister Exists (Live)

Meira af Lofti!
Ægir og Benni náðu að laga brotna gorminn í öxlinum - en mér heyrðist á Benna að það væri bara reddingsviðgerð: "Þú skalt ekkert vera að spyrna af stað á ljósum framvegis...." Ég er ekki sátt við að mega það ekki... :(
Gírarnir hafa verið stífir frá upphafi... pældi ekkert í því enda bara með Dæjann sem samanburð. Benni og Ægir tóku eftir því að það vantaði allan gírvökva á gírkassann.... ekki kúl. En núna skipti ég um gír eins og ég smyr brauð með mjúku smjöri.
Þeir tóku einnig eftir því að eitthvað bremsutengt er of langt frá hvort öðru or sum like that.
Þegar ég keyrði á klifuræfingu heyrði ég furðulegt hljóð undir húddinu, hljómaði ekkert alvarlegt og ég nennti ekki að pæla í því og setti þess vegna Iowa með Slipknot í tækið og hækkaði í botn. Benni sagði, þegar ég kom heim, að hljóðið skipti engu
Ekki alveg að meika þetta allt saman :S

Engin ummæli: