þriðjudagur, 9. október 2007

Lag í spilun: The Eagles - Hotel California

Kom við í Fólk á leiðinni heim *smirk* og keypti mér svartan buxnakjól við svar/gráar leggings sem mamma á.
Allavega. Ég verð að segja eins og er. Meirihluti karlkyns ferðamálafræðinema sem mætir á skemmtanir á vegum Fjallsins er að mínu mati frekar leiðinlegur. Sorrý, alhæfinguna - svörtu sauðirnir eru oftast háværastir - það er ábyggilega líka hið fínasta fólk í ferðamálafræði. Afsakanir búnar. On with the subject. Mér þótti samt sláandi í Þórsmerkurferðinni hvað þessir blessuðu gaurar voru leiðinlegir - þurrir, yfirborðslegir and full of themselves.
Landfræðinemarnir mæta fæstir á svona - enda fáir og á öllum aldri.
Jarðfræðinemarnir eru mjög skemmtilegir, að mínu mati, þetta er ekkert svona "jarðfræðin er best". Það náttúrulega spilar inn í að maður eru búin að kynnast þessu liði mjög vel - en samt - mér féll vel við jarðfræðinemana strax ... I'm babbling now...
Farin að læra fyrir jarðsögupróf.

Engin ummæli: