miðvikudagur, 3. október 2007

Lag í spilun: Incubus - Oil and Water

Í fyrsta lagi *hlátur*:



Mér var strax hugsað til Futurama...

Í tilefni af hálsbólgunni minni í dag og engri jarðsögu fór ég að vesenast.

Fór með svörtu stígvélin mín í viðgerð. Skósmiðurinn sem ég hef alltaf farið til breyttist í algeran kúk. Sagði verkið kosta 7000 kr. Ég hélt nú ekki. Fór í Kringluna. 2700 kr!

Síðan fór ég í miðbæinn. Ráfaði um í leit að gjaldfrjálsum stæðum eitthvað nálægt Hressó. Var ekki að gerast. Lagði hjá Bæjarins bestu, setti 15 kr í stöðumælinn (eina klinkið mitt) og stökk af stað. Beið síðan heillengi inni á Hressó og þegar ég fékk síðan afgreiðslu kom í ljós að það kostaði 1000kr á bíl í bílabíóið en ekki á mann. En þetta var ekki í fyrsta skiptið sem einhver hafði gert sömu mistök og ég og ég fékk endurgreiddan þennan aukamiða sem ég keypti. Hljóp síðan til baka... engin sekt :)

Mega spennandi Prison Break þátturinn sem ég horfði á áðan (3. þáttur í 2. seríu).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ertu að tala um skósmiðinn í austurveri sem ég er nýýýýbúin að uppgötva og var eins og hátíð við hliðina á gaurunum í kringlunni/smáralind??:/

Nafnlaus sagði...

Jámm, skósmiðurinn í Austurveri sem hefur alltaf reynst mér svo vel ætlaði að rukka mig 7000kr fyrir eitthvað sem skósmiðurinn í Kringlunni rukkaði mig 2700kr fyrir.

Nafnlaus sagði...

vóóóó.... talandi um okur...:/ lítur út fyrir það að ég þurfi þvert á það sem mig langar að skipta aftur um skósmið...:(

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að sjá hvernig viðgerðin í Kringlunni fer, hvort þetta sé vel gert eður ei. Ef þetta er illa gert, fer ég áyggilega aftur til baka.