mánudagur, 29. október 2007

Lag í spilun: Atreyu - The Rememberance Ballad

Ég er svo pirruð núna að hendurnar á mér titra.
Nokkrir strákar af frjálsíþróttaæfingunni núna komu inn áðan og sögðu mér að einhverjir strákar úti hefðu verið að kasta snjóboltum inn um gluggann í karlaklefanum. Ég þangað. Gólfið útatað í drullu sem fylgdi snjóboltunum. Djöfull sauð í mér. Fór út og kallaði á eftir strákunum að ég væri allt annað en hrifin af þessu, fékk svona Simpsons "ha ha" til baka. Langaði að hlaupa á eftir þeim, draga þá inn og láta þá sleikja upp gólfið ... en gerði það ekki. Í stað þess blogga ég :p
Ég hef verið að pæla hví puttarnir á mér hafa verið svo steiktir upp á síðkastið og það rann upp fyrir mér núna að það hlýtur að vera klifrið :P

Mamma fór með símann minn í viðgerð í dag. Mamma var voðalega róleg (mamma rífst oft við starfsmenn) sem og starfsmaðurinn. Honum þótti þetta rosalega skrýtið, þ.e. öll vandræðin með þennan blessaða síma sem og þennan nýja sem ég fékk, af því að reynsla þeirra af k750i er góð. Mamma sagði pent að ég færi rosalega vel með, sem og ég geri. Ég hef bara lent á tveimur slæmum eintökum af þessum síma :S Þetta er, án gríns, versta símategund sem ég hef átt. Það eina sem hefur háð hinum voru lélegar raflöður - annars voru þeir fínir. En þessi - vandamál á vandamál ofan. Geðveikt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha ég sé þig alveg í anda alveg kolbrjálaða þarna :) hahah