mánudagur, 1. október 2007

Lag í spilun: Ministry - Let's Go

Var að horfa á 4 mínútna mynband um meðferð á svínum úti í Bandaríkjunum. Þetta myndband var engu síðra en það sem ég sá hérna forðum um KFC-kjúklingana, hvað ógeð varðar. Ég, án gríns, táraðist. Svínin eru geymd í hólfum þar sem ekkert pláss er til hreyfingar þannig að svínin klikkast, óheilbrigðir grísir eru barnir til dauða, í sláturhúsinu eru svínin skorin á háls, soðin lifandi (til þess að svíða hárin af) og ýmislegt fleira.
Þetta var viðbjóðslegt...

Update:

Var að horfa á annað svona myndband, um loðskinn, leður og ull og ég get sagt með sanni að í hvert einasta skipti sem ég fer í leðurjakkann minn, það sem eftir er, mun ég fá samviskubit.

Ég er haldin sjálfseyðingarhvöt... :S

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er sjúkur heimur... og Bandaríkin eru mjög framarlega ef ekki fremst hvað siðleysi varðar. Þvílíkur mann-sori sem þú finnur þar. Allavega... ég er svangur... beikonbát einhver?

Nafnlaus sagði...

Sjúkt :S

Ég er með einn beikonbát í vasanum. Þú mátt eig'ann.

Nafnlaus sagði...

Nei... ég fell ekki fyrir þessu aftur...

Boobie Trap sagði...

Hvað meinarðu? Hef ég einhvern tímann platað þig?