fimmtudagur, 25. október 2007

Lag í spilun: Killswitch Engage - The Element of One

Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði mygluð as hell og dröslaðist í skólann kl. 7:30 til að sleppa við umferðina, eins og ég geri alltaf, sat síðan inn í bíl og hlustaði á mína tónlist þar til setlagafræðin byrjaði... náði á einhvern undraverðan hátt að halda mér vakandi. Þegar tímanum lauk fórum við að gera steindafræðiverkefnið og síðan var farið í storkubergstímann. Þegar ég var búin að koma mér fyrir í sætinu með tölvuna mína fyrir framan mig fékk ég sms....
Ég pakkaði öllu saman og drullaði mér út og keyrði á Subway sem er rétt hjá BSÍ og stökk út úr bílnum og yfir götuna þar sem stóru gatnamótin eru. Þar var Anna Stella, jarðfræðivinkona, inni í sínum klessta bíl (Nissan Sunny '94). Maður, að keyra systur sína á áríðandi fund, hafði haldið sig vera að fara að keyra beint áfram en var á beygjuakrein. Grænt beint áfram en rautt á beygjuakreininni, þar sem Anna Stella sat í rólegheitunum að bíða eftir grænu. Hann bombaði aftan á hana á .... 50-60 km/klst og Anna Stella (í belti) kastaðist smá til í sætinu; hnakkinn í hauspúðann og svona. Og bíllinn kastaðist fram einhverja metra.
Það sá voðalega lítið á Toyotunni sem fór aftan á hana, Toyota Corolla H/B ca. 98 árgerð.
Komu tveir lögreglumenn á staðinn; annar með geðveika fordóma gagnvart Önnu Stellu, efaðist um það sem hún sagði og efaðist um að bíllinn hennar væri í góðu ásigkomulagi. Félaginn, sem keyrði á og var í 100% órétti, fékk ekki svona. Hinn var hins vegar svalur; tiltölulega fríður með húðflúr á hálsinum :D
Eftir þetta var farið upp á slysó. 1-2 klst bið. Já, sæll! Við fórum í bakarí og komum síðan rúmum hálftíma seinna og fórum að horfa á sannsögulega leikna ísklifurmynd (Touching the Void). Læknirinn (sem les blaðið Golfer) lét bíða eftir sér, blaðraði smá, tékkaði á Önnu Stellu, sagði að hún yrði líklega góð innan nokkurra daga og rukkaði hana síðan um 3700kr.
Eftir það fórum við í restina af verklega setlafræðitímanum; þar höfðu Hanna Rósa og Silla komið öllum andskotanum í verk. Mega skipulagðar :)
Eftir tímann fórum við að tölvast og bíða eftir því að klukkan yrði 18.... climbing time! Anna Stella sagðist verða að lenda oftar í svona veseni, af því að hún massaði nokkrar leiðir í kvöld. Ég massaði ekki gulu leiðina mína (my Cobra) en komst ansi langt, en ég massaði bleiku aftur og rétt tæplega hina gulu.
Klukkan 20 hófst vídjókvöldið; horfðum á mega klifurmynd. Ég var svo psyched eftir hana! Hugsaði með mér: "Vá.... ég ætla sko að verða besti klifrari í heiminum!" *sagt með barnalegri röddu* ... en ég fyllist andagift auðveldlega og hún hverfur fljótt :p
Fúk, hvað ég fíla klifur. Hef alltaf verið svoddan klifurapi... kjánalegt að hafa ekki byrjað fyrr. But better late than never, aye? Þegar maður nær leið sem maður er búinn að reyna við í einhvern tíma, kemur maður niður með bros allan hringinn! Framför strax! Massi strax!
Á sunnudaginn náði ég tveimur upplyftum, á þriðjudaginn náði ég tveimur upplyftum. Spurði Minney (í dag) hvað hún héldi mig geta margar. "Fimm". Ég bara: "Haha, ég get bara tvær!" Og byrjaði síðan: einn....tveir....bíddu, hey, ég get fleiri.... þrír....fjórir...nei, hættu nú alveg.... fimm...ok, gott í bili....
En allavega, á ég nokkuð að hafa þetta lengra :Þ Held ekki... bæjj.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi kona, fossvogskonan.blogspot.com, hefur verið að stela færslum út um víðan völl, núna virðist hún hafa kosið þig sem fórnarlamb. Finnst alltaf rétt að láta vita svona. En ég hef reynt að hafa samband við hana, kommenta aftur og aftur að bðja hana að fjarlæga stolin skrif. En ekki gerir hún það og einungis eyðir kommentunum og heldur stolnu færslunu.

Liljurós.

Boobie Trap sagði...

Takk... ef þú gætir linkað á mig einhverjum upprunalegum bloggum þá væri það frábært!

Boobie Trap sagði...

Skiptir engu :p Fann þau sjálf :)