mánudagur, 22. október 2007

Lag í spilun: Slipknot - Vermilion Pt. 2

Helga, jarðfræðifélagi: Þú ert furðulegasta manneskja sem ég hef hitt.
Kiddi, vinur Þorgils: Hún er furðuleg.
Bjarki og Einar, sem voru í partýinu hjá Minney: Hún er skrýtin.
Anna Stella og Minney, jarðfræðifélagar, eftir að ég hafði spurt þær hvernig ég væri skrýtin: Á allan hátt, Marín.
Ég vissi ekki að ég væri svona mikið áberandi skrýtin.
Og þess vegna bið ég ykkur, kæru lesendur, um að endilega lýsa því í kommentum, hvernig furðulegheit mín lýsa sér.
(Arnar er búinn að segja mér að ég labba kjánalega þegar ég er ein :D)
P.S: Mun ekki móðgast :D

7 ummæli:

Bára sagði...

Nei, nei, Marín mín. Þú ert ekkert skrýtin. Bara svolítið öðruvísi en aðrir :) En ég meina, það væri ekkert gaman ef allir væru alveg eins....er það nokkur?

Bára sagði...

Hey, þetta gekk....hundraðasta kommentið sem ég skrifa en það fyrsta sem birtist. Vonum að þetta sé bara upphafið af löngum og blómlegum kommentaferli mínum!

Boobie Trap sagði...

Auðvitað væri það leiðinlegt :þ

En hvernig öðruvísi er ég? *curious*

Hlakka til kommentanna :p

Nafnlaus sagði...

ok. það eru tímabil. hvert og eitt einkennist af smávægilegum atriðum sem eru samt svo ótrúlega skondin. líttu til dæmis bara á myndina af þér hérna hægramegin. venjulegt fólk flippar ekki eins og þú og venjulegt fólk er ekki eins litríkt og þú. Aulabrandarar, óheppni, sveitastíllinn og að sinna karlmannsverkum er bara einfaldlega ekki að passa við alla.
mér þykir vænt um þig......
Crazyness Inside

Boobie Trap sagði...

Jeij, lýsingar! Takk Sandra :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert stórskrítin :) en á góðan hátt hehe, ég segi öllum sem vilja vita frá litlu, ljóshærðu, mjóu stelpunni sem segir brandara sem fá hörðustu sjóara til að roðna :)

Boobie Trap sagði...

Og gleymir síðan bröndurunum jafnóðum :p