fimmtudagur, 7. júní 2007

Lag í spilun: New Order - True Faith

Á ég að vinna á sunnudaginn eða ekki, er málefni líðandi stundar.
Altak þarf á öllum sínum starfsmönnum á sunnudaginn, enda þarf að skipta um alla boltana í einum kæliturninum og það þarf eitthvað skítseiði eins og mig til þess að snattast fyrir Pólverjana.
Kostir við að vinna:
Rúmir tveir tugir þúsunda króna (sem ég get notað í kaup á nýjum MP3 spilara).
Ég fæ ekki samviskubit yfir að hafa sagt nei.
Gallar við að vinna:
Alveg gríðarleg þreyta (enda að fara að djamma á laugardaginn).
Minni líkur á að ég geti fengið mér húðflúr á Grand Rokk tattúhelginni (Guð má vita hversu margir eru í sömu hugleiðingum og ég).
Ég er alveg búin á því og vinni ég á sunnudaginn fæ ég að hlaða batteríin aftur fyrr en þarnæsta sunnudag.
Eins og sjá má eru gallarnir mun fleiri en kostirnir... en ég er samt að spá í að vinna :S Eða meika ég það? :S

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm... Þetta er erfitt val hjá þér. Anonymous segir GO FOR THE TATTOO! Þú lifir aðeins einu sinni... eða svo er mér sagt. En hins vegar er Mp3 spilari must have líka svo ég veit ekki... Það er allavega ljóst að það er lítil sem engin hjálp í Anonymous í dag. Reyndu aftur síðar... eða kíktu á sexylosers.com. Anonymous líkar vel við þá web comic. ^^

Nafnlaus sagði...

Er að pæla í að semja við Uli Þjóðverjaverkstjóra um að fá að mæta aðeins seinna :P

Nafnlaus sagði...

hvað er þetta tattoo dæmi??? Húðflúr á Grand Rock??
Hvað er eigilega í gangi nú er ég sko forvitin!

Nafnlaus sagði...

Tattúhelgi á Grand Rokk. Fullt af tattúverurum á efri hæðinni. Fólk mætir fyrir 500 kall og fær sér tattú á staðnum (þegar tattúverararnir hafa tíma). Frá 11 til 22 í dag, morgun og sun.