þriðjudagur, 19. júní 2007

Lag í spilun: Testament - Nostrovia

Þetta er ekkert sérstakt lag - bara vitna í Hostel: Part 2 :Þ
Ég hef svo mikið að segja en ekkert sem er blogghæft :Þ
Jú, smá.
Pollarnir voru í reykingapásu í gær þannig að ég ákvað að leggjast á stálbita þarna og vegna sólarinnar lokaði ég augunum. Ég var að hlusta á Wish Upon a Dog Star með Satellite Party (sem er btw uppáhalds lagið mitt sem stendur). Síðan sortnar mér fyrir mín lokuðu augu, opna þau og er ég þá ekki með Kristoff í fésinu!!! Ég veinaði, mér brá svo, og vældi "Fucker!" á eftir honum... djöfull fóru þeir að hlæja!

Búin að taka eftir því að Jarek (einnig kallaður Jaro eða Pamela --- hann og vinnufélagi hans eru oft kallaðir Pamela og Tommy Lee) og Radek segja oft "vachare" þegar þeir sjá eina píuna sem vinnur hjá Stjörnublikk. Ég spurðist fyrir og það þýðir víst sæt stelpa. Þannig að ég kallaði á Jarek: "Pamela! Vachaaaaare..."

Sólskinsdagar eru alltaf skemmtilegir - og föstudagurinn verður fínn - það er að koma sending með trilljón boltum - ég, tónlist og boltasamsetning inni í gámi - hevví næs.

Síðan tek ég mér frí á laugardaginn "just to recharge my batteries". Jeij.

Engin ummæli: