Gróf í snarhasti upp gömlu barnakasetturnar mínar í morgun, bara að tékka hvort ég ætti nú ekki eitthvað í bílinn... Sögur fyrir svefninn nei, Tónlistarbíllinn nei, Kardemommubærinn nei, Barnadansar nei....
The Boys já.... hvað er betra en að hlusta á stráka syngja klassísk lög eins og stelpur, enda ekki ennþá komnir í mútur. Jah, maður spyr sig.
Ákvað að gerast spassi í dag (enda að vinna með hálfgerðum spössum). Við vorum þrjú í einu kæliturnahólfinu; ég (skólaþýska), Radek (fæddist í bæ í Póllandi um 15 km frá Þýskalandi) og Kristoff (vann í 10 ár í Þýskalandi). Þannig að við vorum bara eitthvað að bulla á þýsku, íslensku, ensku og pólsku. Þeir fengu loksins að vita hvað "ríddu mér" þýðir :Þ Kristoff á konu í Póllandi og Radek (sem er 22 ára) kærustu og silfraða Hondu Civic með dökkum rúðum og geðveikum græjum. Ich bin ganz allein zu Hause. Já, þau eru farin til Benidorm. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að kveikja á borðtölvunni og hækka Pantera í botn. Ég elska að vera ein heima, enda gerist það örsjaldan. En það hefur einnig sína galla. Enginn nema ég getur klúðrað Makkaróní end tjís með nákvæmum leiðbeiningum aftan á.... fkn ógeðslegt. Þannig að ég fékk mér hvítt súkkulaði, banana og popp í kvöldmat og horfði á Paycheck á Bíórásinni. Guð má vita hvað gerist þegar ég fer að þvo fötin mín :Þ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli