föstudagur, 1. júní 2007

Lag í spilun: Jethro Tull - Bungle in the Jungle

Víííí! Ég náði efnafræði! Engin úber einkunn svo sem, but who gives a shit - ég náði.
Búin snemma í dag.... föstudagar enda kl. 17:30 svo að Pólverjarnir geti farið að versla í Bónus áður en lokar.
Síðan er ekki vinna á sunnudaginn, eins og ég hélt, þannig að ég á bara venjulega helgi fyrir höndum :)
Fékk útborgað í dag fyrir 2,5 daga. Er að fá virkilega gott kaup, skal ég ykkur segja, en mér þótti skrýtið að skattur skuli hafa verið tekinn af mér enda er ég með skattkort. Tala við pabbaling um það.

Ég ætla að enda þessa færslu með gullkorni frá mínum 10 ára fávita, nei ég meina bróður.

Vinur hans, Sindri, var að segja honum frá því að hann hafi verið að keyra uppi á jökli um helgina. "Hver er Jökull?", spyr gerpið bróðir minn þá.

Engin ummæli: