miðvikudagur, 13. júní 2007

Lag í spilun: Placebo - Drag

Krakkar, ég er að verða vitlaus á þessu tónlistarleysi og það eru ekki nema um 2 vikur síðan spilaranum var stolið! Ég held að það undirstriki bara húðflúrið mitt...

Græjurnar í bílnum éru ekki nógu góðar, in the first place, get ekki hækkað nóg til þess að kæfa sönginn minn :P

Þar að auki tók útvarpið upp á því að breytast í kúk. Ég get kveikt á því og hækkað og lækkað en annað ekki - og það er fast á 97.6! Nei, ekki 97.7 heldur 97.6! Sjúklega pirrandi.

Síðan er enginn spilari sem ég get hlustað á í bílnum (með hjálp breytispólunnar minnar) og enginn spilari sem styttir vinnudaginn minn *tár* En gleðifréttirnar eru þó að ég fæ nýjan á föstudaginn, reyndar 30GB enda 60GB erfitt að fá. Ég verð bara að fara í gegnum hvert eitt og einasta lag aftur og vega og meta hvort það eigi skilið að vera inni á spilaranum mínum (ekki eins og ég hafi ekki gert það áður...)

Og brotna heyrnatólaplöggið í tölvunni minni er að fkn drulla upp á bak. Versnar með hverjum deginum. Sérlega böggandi. Ég ætla að fara með tölvuna niður á verkstæði og bara: "Ég vil fá eitthvað fyrir þessa helvítis 30þúsund króna alþjóðaábyrgð þannig að viltu andskotast til þess að opna tölvuna og athuga hvort að það sé ekki fræðilega mögulegt að laga þetta án þess að skipta um allt helvítis móðurborðið!" - ein pirripú á ástandinu.

Við erum að tala að ég er farin að heyra tónlist í umhverfinu... kannski sniðugt ef maður er lagasmiður eða eitthvað - en ég er bara textasmiður. Ég hef heyrt skýrt og skilmerkilega part úr sinfóníu, part úr einhverju fönklagi og hluta úr popplagi - allt auðvitað hugarsmíð mín. Síðan heyri ég takta og síendurtekin undirspil í gríð og erg.

Mig langar að vera í hljómsveit - og það sérstaklega núna. Er með tveggja vikna uppsafnaða söngþörf sem bíður þess að brjótast út...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit það er creepy að Anonymous sé alltaf fyrstur til að comment-a... en þetta hittir bara alltaf svona á held ég... o.O;

Allavega... ef þig vantar gítarleikara er Anonymous til. Hefur þú heirt í Melt Banana? Hvaða tónlistarstefnu ert þú með í huga? Skella sér bara á æfingarhúsnæði og djamma?

Anonymous væri hinn ánægðasti að fá að spila með þér. Enda mjög... þarf ég að segja það... hrifin af þér. ^^

Nafnlaus sagði...

Var að hlusta núna ... get ekki sagt að ég sé að fíla þetta... :S

Ég er með melódískt rokk í huga; s.s. Uriah Heep eða jafnvel eitthvað harðara; s.s. Korn.

Ertu hrifin af blogg-Marín eða Marín? - því að þarna er mikill munur á...

Nafnlaus sagði...

vóh, melt banana=þorgils.... allavega í mínum augum.

en marín, þú er snillingur. við ættum kannski að sameina krafta okkar og gera the craziest band, með , þér, sem fronti,og anonymus sem gítari nr.2 og ég spila restina.....nema annað hvort ykkar taki bassann og hitt gítarin.....ple.....of langur vinnudagur......

Nafnlaus sagði...

Ég fíla melódískt rokk. Hefur þú skrifað mikið af textum áður?
Ef þú vilt það þá skal ég hjálpa þér að stofna hljómsveit... mig hefur dauðlangað að komast í hljómsveit líka. Ég veit að þú vilt vita hver ég er fyrst. Ég er sjálfur orðin þreittur á þessu Anonymous dæmi...

Allavega... ég hef hitt þig áður og mig langar að kynnast þér betur.

Nafnlaus sagði...

Hahaha! Ég að gera tvennt í einu... þú ert svo fyndin Sandra.

Voðalega lítið (samið) en ég hef samt gert þetta síðan ég var 10 ára... þá samdi ég bæn :D

Hann hefur hitt mig áður, drengurinn! Now I'm even more curious... Komdu úr skelinni - afhjúpaðu þig og síðan brjótum við hvítvínsflösku á þér.

Nafnlaus sagði...

Flott... ég kem með sárabyndið.

Þorgils