sunnudagur, 10. júní 2007

Lag í spilun: P.O.D - Youth of the Nation

(Dýrka gítarsándið í þessu lagi...)
Brettið upp ermarnar því margt hefur á daga mína drifið. Byrjum bara á byrjuninni.
Fósturpabbi minn, Benni, fékk spýtu í hausinn á fimmtudaginn. Eitthvað svona vogaraflsdæmi og spýtan flaug í ennið á honum. Hann vankaðist eitthvað en hélt síðan bara áfram að vinna. Þegar ég kom úr vinnunni sýndu mamma og Benni mér ennið á honum. Hann var með svona tvær lóðréttar rendur á enninu og svo bólginn að hann minnti mig á Neanderthalsmann - ég fór náttúrulega að hlæja, eins ILL og ég er :Þ
Á föstudeginum fór hann til læknis, eftir vinnu, enda með verk í höfðinu. Þeir tóku röntgenmyndir og svona... "Bíddu, rotaðistu ekki???", spurðu læknarnir Benna. "Og hélstu síðan bara áfram að vinna og vannst í dag [föstudag] líka???", sjúklega hissa félagarnir. "Þú ert sko höfuðkúpubrotinn, vinurinn!". Whöööö! Eftir vinnu á föstudaginn var mér sagt frá þessu. Ég, sem hafði farið að hlæja, hvarf inn í einhverja skel til þess að skammast mín :S
Og þetta er ekkert venjulegt brot. Það er innfallið, svona eins og þegar maður brýtur egg. And that comes with complications. Annað hvort aðgerð þar sem hann er húðflettur og höfuðkúpan löguð. Aðgerðin er víst hættuleg. Eða þá að þetta grær svona eins og það er og hann verður með súpuskál í enninu. Hann kaus súpuskálina. Mamma er eitthvað búin að vera að fíflast. "Já, ég get bara notað holuna sem bjórkollu þegar við förum til Benidorm"...

Á fimmtudaginn, í vélmennavinnunni minni, var engin tónlist. Ekkert náðist nema harmonikkutónlist á rás 1 eða eitthvað. Ekki töff. Þannig að ég hlustaði á tónlistina í umhverfinu, eins súr og ég er orðin af tónlistarskortinum. Veit svo sem ekkert hvort að það var eitraða málningin sem ég var að mála með eða ég sjálf, en ég fékk (að mínu mati) alveg ágætis hugmynd að húðflúri.

Á föstudagskvöldið fór ég síðan á tattúhátíðina á Grand Rokk og var næstum því búin að fá tattúið hjá einhverjum Bosco (eða eitthvað), jafnvel þó að ég hafi eila ekki verið að fíla verk hans. Síðan náði ég tali við Sverri tattú og hann sagðist hafa tíma daginn eftir (laugardaginn).
Í gær, eftir að hafa keyrt útaf, sett heimsmet í að hafa mig til og talað við Sverri (manni hafði bara tíma strax, vúhú!), sullaði hann tattúinu á mig. Djöfulsins sæluvímu var ég í, eftir það. (Kannski svengdin að hafa einhver áhrif...)
Síðan var barasta haldið til Selmu, á Ellefuna. Svipast um eftir Herra Nafnlausum, dansað eins og mofo (as I've said before, geðveik tónlist), 1,5 bjórar drukknir og Jägermeisterskot = mígandi vangefin. Hitti Helga Óttarr (Kvennó). Hann nennti ekki að tala við mig :P
Hressó var hressandi... :D Eða þannig, sjúklega ömó tónlist... Anna Stella, mundirðu eftir því að hringja í Óla sem ætlaði að splæsa skópari á þig?
Hitti Himma og Evu (Kvennó) - bæði sauðdrukkin og virtust í sambandi. Kristján (Kvennó) nennti ekki heldur að tala við mig (djöfull er mar leiðinlegur).
Haha! Hitti líka Dag (snilli úr Engjaskóla). Hann er að fara að flytja til Dk og læra lækninn, hann fer létt með það hafi hann metnaðinn. Dabbi frændi (Engjaskóli) var í för með honum - hann er að læra húsasmiðinn :)
Í dag var ég síðan rasskellt af rúmönsku gamalmenni sem er að vinna með mér. Var eitthvað að skamma mig fyrir að hafa keyrt útaf... Langaði að kýla manninn í magann þegar hann rasskellti mig... Sofnaði síðan í hvert skipti sem Pollarnir fóru í reykingapásur...
Ágætt, ágætt - mygluð færsla. Farin til Söndru....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anonymous heldur að þú hafir ekki leitað mjög vel... Anonymous var á barnum frá 12 til 6. Vona að þú hafir skemt þér vel samt. Anonymous hefði gefið þér bjór og skot og allt sem hugur þinn gyrntist. Næst bara þá. ^^

Nafnlaus sagði...

Ég var bara að skima eftir einhverjum grunsamlegum - þú hefur líklegast verið ógrunsamlegur. Ég var þarna frá um 22 til 01 ca... Sástu mig?

Nafnlaus sagði...

Nei því miður... annars hefðir Anonymous talað við þig að sjálfsögðu. ^^