miðvikudagur, 20. júní 2007

Lag í spilun: Tappi Tíkarass - Ilty Ebni

Erum við að tala um glataða stöðu! Ég ætlaði svoooo að fara á Chris Cornell. Náði náttúrulega ekki forsölunni í dag, enda að vinna, og þessir 1500 miðar seldust upp á nótæm. Almenn sala hefst á morgun kl. 10 - þegar ég er að vinna! Ætlaði að fá Arnar til að kaupa miða fyrir mig á Svarta kortið mitt - en fattaði síðan að það er útrunnið. Ætlaði síðan að millifæra inn á hans Svarta kort - en leiðbeiningarnar mínar ná bara yfir Svört kort frá Landsbankanum. Þannig að ég ætlaði að láta hann fá aðgang að heimabankanum mínum og læta og láta hann gera þetta sjálfur (enda ég að vinna en hann hefur aðgang að tölvu í vinnunni) - en fattaði síðan að það þarf þennan blessaða auðkennislykil. Heyrðu, hann getur bara hringt í mig og beðið um auðkennislyklanúmerið.... það er möguleiki! Eða þá að ég tek mér bara frí í vinnunni og bíð í röð! Sjæsa, hvað ég nenni því ekki. Ég ætla að búa til leiðbeiningar fyrir hann núna.....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar er Nafnlaus þegar við þurfum á honum að halda.

Nafnlaus sagði...

Of upptekin að dreyma um þig án efa. ^^

Nafnlaus sagði...

Hahaha! Kjánabarn :D