mánudagur, 12. nóvember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - Deadhead

Ég sit hérna á Þjóðabókhlöðunni og er að gera fyrirlestur. Taldi mig þurfa að hanga hérna af því að ég þurfti að nota handfletti bók, sem er ekki til útláns.... en síðan var ég að komast að því áðan að bókin inniheldur um 5 blaðsíður sem ég get notað. Ég er nú ekkert rosalega hrifin af bókasöfnum, en þetta er nú samt ekki eins slæmt og ég bjóst við, þannig að ég ætla ekkert að yfirgefa pleisið.
Fékk svona skyndilöngun áðan... "Mig langar að lesa allar bækurnar hérna, meira að segja Oxford Albanian-English Dictionary...." Langar það eiginlega ennþá, en ég myndi líklegast sofna eftir 3 blaðsíður af fyrstu bókinni sem ég myndi reyna við
Ég snúsaði 5 sinnum í morgun... ég snúsa aldrei! Kannski af því að ég legg það ekki í vana minn að fara að sofa um miðjar nætur :þ
Update:
Vá! Þetta er mesta fling síðan Philip Seymour Hoffman flingið var og hét (hann er auðvitað ennþá uppáhalds leikarinn minn). Í dag er ég markvisst búin að fara í gegnum YouTube í leit að skemmtilegum myndböndum þar sem Devin Townsend kemur fram. Þetta er það skemmtilegasta:
http://youtube.com/watch?v=WrFO6wYD2BQ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlaðan er góð sko... kíki stundum þarna með Ríkey, en hlaðan er eins og nammi og áfengi, allt gott í hófi ;)

Nafnlaus sagði...

Ætla nú lítið að fara að leggja leið mína þangað...kannski á næsta ári þegar ég þarf að gera fyrirlestur í jarðsögu 2.