Jæja, hvað liggur á hjarta mínu, þessa dagana, annað en lærdómur og Devin Townsend.
Húðflúr. Ég er búin að gera tattú-blogg áður (minnir mig - ég er með gullfiskaminni) en það eru nokkur búin að bætast á "my wish list"
Einhver sagði: "Einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt." (reyndar úr Pringles auglýsingu) Þessi setning á mjög vel við húðflúr.Mig hefur lengi langað í þetta, enda stolt naut. Annað hvort á kúluna á vinstri fæti eða innan á úlnliðinn á vinstri hendi.
Einnig langar mig í þetta (fædd á ári tígursins - þetta er kínverska táknið fyrir tígrisdýr). Veit svo sem ekkert hvar ég myndi hafa þetta, koma margir staðar til greina t.d. handabakið (svona á milli vísifingurs og þumalputta).
Síðan langar mig svolítið í tattú af ísdrottningu annað hvort á upphandlegginn eða bakið, einnig víkingatattú (hef enga ákveðna staðsetningu í huga) og svona hálfa sól/hálft tungl (aftan á hálsinn kannski).
Einnig langar mig í þetta (fædd á ári tígursins - þetta er kínverska táknið fyrir tígrisdýr). Veit svo sem ekkert hvar ég myndi hafa þetta, koma margir staðar til greina t.d. handabakið (svona á milli vísifingurs og þumalputta).
Síðan langar mig svolítið í tattú af ísdrottningu annað hvort á upphandlegginn eða bakið, einnig víkingatattú (hef enga ákveðna staðsetningu í huga) og svona hálfa sól/hálft tungl (aftan á hálsinn kannski).
Að lokum langar mig í þennan félaga... karakter í Spirited Away. Finnst hann ótrúlega ... umm ... eiginlega verð að nota þetta ljóta orð ... fallegur :þ Myndi vilja hafa hann á bakinu, upphandleggnum og aðeins upp á öxlina eða jafnvel aftan á kálfann...
2 ummæli:
uh, sorry marín, en passaðu þig á kínversku táknunum, það er orðið svolítið þreytt, annars máttu láta krota á þig eins og þér sýnist.
Þreytt freytt.
Ég vil tígurinn einhver staðar á líkama minn og finnst tígristýramyndir frekar ljótar.
Iff piff.
Skrifa ummæli