þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Lag í spilun: Ekkert

Eruð þið ekki að grínast í mér með Loft.
Þetta er sagan endalausa!
Ferð mín í skólann áðan einkenndist af bremsum sem voru verri en þær í Dæjanum, þurfti nánast að þrýsta niður í gólf til að hann færi að bremsa. Var þetta svona í gær þegar ég keyrði heim úr vinnunni? Nei! Eins og einhver hefði klippt á eitthvað í nótt, urrg. Síðan þegar ég lagði í stæði og tók í handbremsuna þá flaug ég næstum aftur fyrir mig, gat togað hana lengst út í rassgat!
Eitthvað samtengt í bremsukerfinu að feila!
Ef bíllinn minn er með sál þá er hann eitthvað verulega fúllyndur þessa dagana....
Ég hef ekki tíma fyrir svona lagað.
Update:
Það var allt í lagi með bremsurnar á leiðinni heim. Get svo svarið það, held að bíllinn hafi eitthvað á móti mér. Lætur eins og villingur eina stundina, ljúfur sem lamb hina (sérstaklega þegar aðrir aðilar prófa bílinn, til þess að athuga hvað sé að). Kemur út eins og ég sé coo-coo in da head.
Handbremsan er þó ennþá jafn fucked.

Engin ummæli: