Í gær fór ég með fjölskyldunni í sjötugsafmæli föður fósturpabba míns. Ég hef alltaf verið hálfgerður utangarðsmaður þarna og hlakkaði því lítið til að fara. Þegar þangað var komið þurfti maður að taka í spaðann á fullt af ókunnugu fólki og kynna sig, which is not my thing. Síðan sat ég þarna....leið illa :D Þegar Margrét(20) og Agnar(17) komu (börn systur Benna fósturpabba) var mér bjargað. Einhverjum tímum seinna sat ég ásamt nokkrum fleirum inni á Jóni Viðari(20) og horfði á Drawn Together og Robot Chicken (teiknimyndir sem ég er að ná í núna :p). Mamma kemur inn og spyr hvort ég sé að fara heim (var á sér bíl ... ef ske kynni að ég vildi fara fyrr heim en familían)... af því að Guggu vantaði far heim í Grafarvoginn.Ég bauðst til að skutla henni heim. Þegar ég komst að því að Gugga er 86 ára runnu á mig tvær grímur... 'cuz I'm afraid of old people. Mamma fíflaðist með það við nokkra vel valda aðila hvað ég væri einstaklega hrifin af því að vera að fara að keyra háöldruðu gamalmenni heim. Á leiðinni töluðum við um veðrið, ég og Gugga gamla, og síðan þurfti ég að hjálpa henni úr bílnum og leiða hana að dyrunum.Sjaldan liðið jafn kjánalega á ævinni.... Ég veit ég ætti að vera ánægð en staðreyndin er sú að ég móðgast bara. Mamma fékk nokkrum sinnu spurningu í boðinu:
"Hvað er langt síðan dóttir þín fermdist?" Mamma móðgaðist meira að segja líka.
"Ömm, rúmlega 7 ár!"
"Nú, hvað er hún gömul?"
"21 árs"
"Hún er svo ungleg...."
Síðan þegar ég bauðst til að keyra Guggu heim:
"Ertu komin með bílpróf??"
Mamma: "Hún er 21 árs"
Ég stóð þarna hjá á meðan það sauð svolítið í mér.
"Núh, ég hélt hún væri svona 14 ára."
Urrg....
"Hvað er langt síðan dóttir þín fermdist?" Mamma móðgaðist meira að segja líka.
"Ömm, rúmlega 7 ár!"
"Nú, hvað er hún gömul?"
"21 árs"
"Hún er svo ungleg...."
Síðan þegar ég bauðst til að keyra Guggu heim:
"Ertu komin með bílpróf??"
Mamma: "Hún er 21 árs"
Ég stóð þarna hjá á meðan það sauð svolítið í mér.
"Núh, ég hélt hún væri svona 14 ára."
Urrg....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli