föstudagur, 30. nóvember 2007

Lag í spilun: Black Rebel Motorcycle Club - Love Burns

Ég lá andvaka í gærkvöldi frá rúmlega 23 til rúmlega 1.... veit ekki hvort það var óveðrið eða my mind racing, líklegast bæði. Síðan vaknaði ég kl. rúmlega 5... kannski vegna óveðursins, veit ekki, og sofnaði barasta ekkert aftur.
Fyrsta prófið (af 6) hófst síðan kl. 9 í morgun. Verklegt storkuberg (eða sortuberg eins og mamma kallar það). Dregið um smásjár, svo að það yrðu ekki slagsmál. Jarðfræðiskor á, án gríns, 5 góðar smásjár fyrir nemendur í B.S. námi. 5! Síðan eru 5 lélegar, og nokkrir lélegir spennukassar. Ég fékk mega lánssmásjá (6 í prófinu í einu).
Persónulega tel ég mig hafa staðið mig vel á prófinu, og ég er tiltölulega viss í minni sök, að um ólivíndólerít hafi verið að ræða.
Lét ballansera dekkin á Lofti, á leiðinni heim... no titringur, no more. Yay!
Núna er ég að prenta út glósur á fullu, klifur kl. 18, meiri glósur eftir það og á morgun.... hefst lærdómur fyrir munnlegt (*grátur*) storkubergspróf...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og það var....rétt hjá Marín :) Ég klúðraði þessu allsvakalega, helv smásjáin mín gerði allt lithverft í einskautuðu :( og ég er brjáluð!

Nafnlaus sagði...

Úps :S Það sökkar big time :S Finnst að þú ættir að fá einhvern séns :p

Nafnlaus sagði...

Ég er brjáluð :)

Nafnlaus sagði...

Haha...fékk sömu smásjá og þú, tvö augu rocka! Endaði líka í ólivíndóleríti :)

Nafnlaus sagði...

Yay!