Jæja, þá er einungis ein ferðahelgi eftir. Þórsmerkurferðinni lokið. Hún heppnaðist barasta nokkuð vel. Engar óþarfa uppákomur (engin of drukkin Marín sem að hellir öllu vatninu á draslið í gufunni og öllu slær út) og fólk skemmti sér almennt vel.
Ég er reyndar nokkuð bitur. Einhver braut nestisboxið mitt :( Það var í pokanum með áfenginu mínu í uppi í efri koju. Þegar ég kom inn í hús eitt skiptið lá það á gólfinu, brotið og 3 kleinur á gólfinu. Ekki kúl. Síðan tók einhver sig til og stal öllu áfenginu mínu á meðan ég var í pottinum. Það var í þessum sama poka, en Bára var búin að binda ki(y?)rfilega fyrir hann og setja hann undir rúm þar sem enginn vissi af honum nema við tvær.
Þegar ég kom upp úr pottinum og ætlaði að gæða mér á kannski einum Woodys, einum Breezer, einum eplabjór eða jafnvel sulla í mig einhverju af Tópasinu sá ég að einhver var búinn að rífa gat á pokann og taka allt mitt áfengi og ýta pokanum aftur undir rúm. Ég datt alveg úr stuði og fór stuttu seinna að sofa (um 4 leytið). Ef ég fyrirlít eitthvað þá er það að stela. Ég hafði fyrir því að kaupa þetta áfengi fyrir mína peninga. Ég er ennþá megafúl.Hvenær læri ég að fólki er ekki treystandi. Ég þarf að hætta að trúa á það góða í fólki. Það er greinilega ekki að virka.Ferðin var samt hin fínasta. Leikir (smá), fótbolti (smá), fjallgöngur (smá), kvöldmatur, potturinn (mikið - þurfti að safna kjarki til þess að komast upp úr vegna frosts), spil (með skiptinemunum m.a.; Richard Wartenburger (Þýskaland), Taru Lehtinen (Finnland), Tanja Kuusela (Finnland), Briony Clare Jones (Ástralía) og Johannes Spatzenegger (Austurríki).Anyway, þetta er svona "ég þyrfti kannski að blogga eitthvað, svo langt síðan ég gerði það seinast" færsla. Ömó.
Bæ.
Ég er reyndar nokkuð bitur. Einhver braut nestisboxið mitt :( Það var í pokanum með áfenginu mínu í uppi í efri koju. Þegar ég kom inn í hús eitt skiptið lá það á gólfinu, brotið og 3 kleinur á gólfinu. Ekki kúl. Síðan tók einhver sig til og stal öllu áfenginu mínu á meðan ég var í pottinum. Það var í þessum sama poka, en Bára var búin að binda ki(y?)rfilega fyrir hann og setja hann undir rúm þar sem enginn vissi af honum nema við tvær.
Þegar ég kom upp úr pottinum og ætlaði að gæða mér á kannski einum Woodys, einum Breezer, einum eplabjór eða jafnvel sulla í mig einhverju af Tópasinu sá ég að einhver var búinn að rífa gat á pokann og taka allt mitt áfengi og ýta pokanum aftur undir rúm. Ég datt alveg úr stuði og fór stuttu seinna að sofa (um 4 leytið). Ef ég fyrirlít eitthvað þá er það að stela. Ég hafði fyrir því að kaupa þetta áfengi fyrir mína peninga. Ég er ennþá megafúl.Hvenær læri ég að fólki er ekki treystandi. Ég þarf að hætta að trúa á það góða í fólki. Það er greinilega ekki að virka.Ferðin var samt hin fínasta. Leikir (smá), fótbolti (smá), fjallgöngur (smá), kvöldmatur, potturinn (mikið - þurfti að safna kjarki til þess að komast upp úr vegna frosts), spil (með skiptinemunum m.a.; Richard Wartenburger (Þýskaland), Taru Lehtinen (Finnland), Tanja Kuusela (Finnland), Briony Clare Jones (Ástralía) og Johannes Spatzenegger (Austurríki).Anyway, þetta er svona "ég þyrfti kannski að blogga eitthvað, svo langt síðan ég gerði það seinast" færsla. Ömó.
Bæ.
3 ummæli:
neinei góð færsla... ekki ömó færsla... og já veistu... fólk er fíbbl og ég skil ekki hvernig það er hægt að hafa samvisku í að stela frá öðrum... dónt get it... sem betur fer held ég bara...
Hæ þú yndisfagra blóm. Þú ljós í myrkrinu. Þú... þú... ok ég er hættur. ^^ Var að vakna (slæmur draumur... stal hesti og *hóst* áfengi *hóst*). Richard Wartenburger er líka soldið fyndið nafn... Allavega, það er gaman að sjá færslu frá þér, bætir dagi... um... nóttina mína. Ég tek undir með Svanhildi, fólk er fíbbl, sóun á súrefni og... fíbbl? Anthropophagy er ekki ljótt orð. Sofðu vel.
Kv, Anonymous?
Já, ég gerði grín að Wartenburger :P Anthropophagy þýðir mannát og er óþjált. Ljótt orð. Jæja, farin í tíma.
Skrifa ummæli