miðvikudagur, 15. ágúst 2007

Lag í spilun: Pantera - We'll Meet Again

Mikið var dagurinn í dag góður - sérstaklega miðað við gærdaginn.

Byrjaði að mála þegar ég kom. Setti Alanis Morissette á fóninn og var sönglandi með. Í 10 kaffinu fékk ég að vita að mikið hafði verið hlustað á mig og félagi Markús þaggaði víst niður í Pollunum í stöðvarhúsinu svo að allir gætu heyrt mig syngja. Gaman af þessu :Þ

Síðan kláraðist bláa málningin mín. Pétur sendi Egil og Ívar í að brjóta kassa úti "It's a man's job...", sagði hann. Djöfull varð ég pirruð... "a man's job"... puh. Hann sá mig ekki með prófílana fyrir ekki svo margt löngu. Helvítis kynjamismunun.... Þannig að ég varð að fara að grunna. Var í of miklu Pollanávígi til að þora að söngla með :Þ

Í 16 kaffinu kom Svenni með málningu... en gleymdi að kaupa bláa... ekki töff. Pétur sagði að einhver þyrfti að fara bora inni í stöðvarhúsinu. Ég horfi á hann illum augum og sagði að ef hann myndi segja að það væri "a man's job" myndi ég muffa hann. Ég fór því eftir 16 kaffi að myrða kassa.

Rok en hlýtt, Marín Ósk, Pantera, kúbein og kassar sem þurfti að myrða. Djöfulsins kikk fékk ég út úr þessu... þetta var geðveikt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thats right baby dont let the discrimination continue. See how I picked another language to make up for my bad spelling. Still.. i would like to have seen you throw some serius sledgehammer smack down on those boxes... hot. Im glad your day was good... you didnt call... but hey, im not needy...

...baby I broke my guitar... I need you. :(

Anonymous

Nafnlaus sagði...

You silly little germ :Þ