þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Lag í spilun: Aerosmith - Crazy

Sandra var að benda mér á eitt svolítið skondið.

Nú hef ég horft á sjálfa mig í spegli og á ljósmyndum síðastliðið 21 ár og svei mér þá ef að ég og stelpan með perlueyrnalokkinn erum ekki barasta svolítið líkar.

Btw í dag var ömurlegur dagur; svaf yfir mig og þurfti því að keyra upp í virkjun, var þreytt og niðurlút, var að mála (enn og aftur, komin með ógeð) og hafði enga tónlist enda spilarinn batterýslaus snemma dags. En alltaf hefur einhver það verra en maður sjálfur... s.s. dýrið sem einhver keyrði á við Rauðavatn, lá bara þar á götunni með iðrin úti. Hefði viljað stoppa og taka myndir :Þ

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha þetta er alveg eins og þú!

btw. var að fá aðra vinnu. hehe

Nafnlaus sagði...

Ekki að ástæðulausu að fólk vill fá þig sem módel. Já... ég... ég vil fá þig sem módel, þó það sé ekki lýklegt að ég sé að fara að slá Vermeer við hvað málarahæfileika varðar. Allavega ekki alveg strax. ^^

Kv. That anonymous guy.

Sunna Hlín sagði...

Yes hellú :D Marín... þetta ert bara alveg eins.. nema að þar sem klúturinn endar á henni.. endar haustinn á þér:) litla mýsla (K)

Nafnlaus sagði...

Þetta var þá ekki bara einhver klikkun í Söndru og mér :Þ Gott að vita það :)

That anonymous guy made a spelling mistake! Það er ekkert ý í líklegt, kjánaprik! :Þ Framvegis ætla ég alltaf að leiðrétta þig. Múahahaha!

Nafnlaus sagði...

neiiiiiii!

Anonymous