föstudagur, 17. ágúst 2007

Lag í spilun: Anthrax - Keep It in the Family

Ég hef komist að því að fjárfesta í tónlist veitir mér ómælda ánægju og gleði.
Fór í Góða hirðinn í leit að pínulítilli græjuhillusamstæðu (er að taka mína búslóð í gegn - taka til, henda, drasl upp á loft). Sá svoleiðis þar einhvern tímann. Ekki núna. Fór því að skoða plöturnar og fann Arrival með ABBA. 100kr. Mega...
SÍÐAN... fór ég í geisladiskamarkaðinn við hliðina á... og ehem... já.... missti mig smá... para pínu samt... eða þúst þannig.
Anthrax - The Greater Of Two Evils
Dimmu Borgir - Enthrone Darkness Triumphant (augun í mér stækkuðu um helming þegar ég sá Dimmu Borgar geisladiska ... varð að kaupa einn ... vissi ekkert hvort að þessi væri góður, sá bara eitt lag sem ég veit að er gott (Mourning Palace) ... var því úber-glöð þegar ég renndi í gegnum hann í bílnum því þetta er geðveikur diskur)
Led Zeppelin - Coda
Led Zeppelin - Presence
Led Zeppelin - In Through The Out Door
....allt með Led Zeppelin er gott...
Muse - Absolution
Muse - Origin Of Simmetry
Whitesnake - Slip Of The Tongue (þessi diskur var í spilun í búðinni ... var þar nógu lengi til að heyra nokkur lög og fíla)
Nick Cave and The Bad Seeds - Let Love In
Pearl Jam - Vs.
Iron Maiden - Iron Maiden
Korn - Untouchables (það var annað hvort þessi eða Follow the Leader - spurði afgreiðslugaurinn álits og hann sagði þennan betri)
U2 - Boy
Engar hömlur! Helvítis laun... þetta er 3ja tónlistarfylleríið mitt í sumar :S
EN eins og ég sagði þá finnst mér fátt skemmtilegra (jaðrar við vímu) en að opna glænýjan geislasdisk, þefa af honum og finna nýju-lyktina og hlusta á tónlistina sem þetta fólk puðaði við að semja. Byrjaði á Dimmu Borgum í bílnum og fkn skríkti af gleði á leiðinni heim þar til það var ekki næg útrás. Þá fór ég að öskra með söngvaranum. Imagine what you want, en ég náði honum bara nokkuð vel *stolt* :Þ
Farin að rýma gólfið í herberginu mínu...

Engin ummæli: