Búin að vera að taka til á kvöldin síðan á föstudaginn. Tæmdi bláu bátahilluna mína og setti því bækurnar mínar í hann. Er eiginlega búin að tæma stóru furuhilluna mína, á bara eftir að fara með saumavélina upp á loft og finna stað fyrir 3 myndir og 3 skraut. Þá getur hillan barasta farið - amma Karen og afi Rabbi gáfu mér hana í fermingargjöf og hún er ofboðslega falleg en ég hef ekkert að gera við hana lengur, búin að losa mig við svo mikið af stöffi sem ég nota ekkert.
Skólabækurnar komnar í skrifborðskápinn. Fullt af plássi í skrifborðsskúffunni, náttborðinu, einni fataskápahillu og nóg pláss fyrir fleiri geisladiska í þeim skenk.
Þegar ég var uppi á lofti varð mér litið til eggjakassana sem mamma notaði fyrir hillusamstæðu fyrir ekki margt löngu og datt í hug að einn slíkur væri góður fyrir plöturnar mínar. Mamma hafði víst líka gert það á sínum tíma. Megatöff.
Í dag ætla ég að dreifa aðeins úr hátölurum (upp á surround dæmið). Fara í Rúmfó og Ikea og kaupa einhverja kassa til þess að setja undir rúm. Fara með eitthvað drasl í Góða hirðinn. Láta endurnýja Svarta kortið mitt (ætla að kaupa skólabækurnar á Amazon, búin að reikna dæmið út og það er mikið ódýrara).
Þá þarf ég að láta laga tattúið og fara í klippingu. Síðan ætla ég með hljómborðið í viðgerð sem og athuga hvort það borgi sig að laga elsku litlu Canon myndavélina sem hafði reynst mér svo ofbosðlega vel þar til á 2. degi hringferðar okkar Önnu Stellu.
Ætla að henda kaktusnum mínum. Hata hann. Hann stendur bara þarna, samanskroppinn og horfir á mig: "Thirstyyyyy...oh, so thirstyyyyy." Ég nenni ekki að vökva hann en fæ samt samviskubit yfir því. Gaf honum tekíla í gær (ekki mín hugmynd samt :Þ). Djöfull stínkaði hann :S
Eníhú, leiðinlegt, bæ.
mánudagur, 20. ágúst 2007
Lag í spilun: Dimmu Borgir - Det Nye Riket
Glatað! Hérna hef ég fullkomið tækifæri til þess að sofa út - en nei, best að vakna kl. 7.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
að taka til og henda gömlu drasli er góð skemmtun... ég notaði sunnudaginn í það... ótrúlega mikið af drasli sem getur komist fyrir í ekki stærra rými... og vááá hvað það er góð tilfinning að vera búin að þessu :)
Hvenær byrjarðu annars í skólanum? ég byrja á eftir bara, mæti í fyrsta tímann minn kl 13... líður smá eins og ég sé að skrópa úr vinnunni... það er samt svo ógeðslega góð tilfinning að vera byrjuð aftur... ojjjbara hvað við erum orðnar gamlar, að fara á okkar annað ár í háskóla...! en já langt komment...:$
Skilðig. Finnst alltaf frábært að taka til og síðan sjá útkomuna :Þ
Ég byrja 27. ágúst.
Mér finnst ég ekkert gömul :(
Skrifa ummæli