Ójá, krakkar mínir, ójá! Hefðuð átt að sjá mig inni í bíl áðan að testa NÝJU GRÆJURNAR MÍNAR! Já, ég fann draumagræjurnar mínar í Ormsson og af því að Boston ferðin er í fokki og tollurinn hefði ábyggilega verið hár hefði ég keypt bíltækin úti, þá skellti ég mér á þetta allt saman. Pioneer DEH3900MP með hring-hækka/lækka takka og AUX-input, eins og ég vildi :Þ Og hátararnir sem ég var búin að ákveða að mig langaði í í Ormsson í gær voru búnir þannig að ég fékk prufuhátalarana frammi í búð á afslætti. Pioneer 200W, 3-way og nokkuð vítt tíðnisvið :)
Og allt undir 30.000kr!
Fór í Múlaradíó í dag (frí ísetning) og drengurinn fölnaði þegar ég sagði honum að bíllinn væri Daihatsu Charade 1988 - enda hélt hann að um væri að ræða eldri gerð af Daihatsu. Djöfull var hann feginn þegar hann sá bílinn minn.
30 mínútur og voilá! Græjurnar komnar í og það sem meira er, hann lagaði (snertingin við jörð var í einhverju fokki) og skipti um framljósaperur í bílnum.
Og ég var eins og hálfviti í bílnum áðan að prufa tónlistina mína. Skríkti og hló af gleði.
2 ummæli:
úúúvíííí til hamingju.... og ertu hætt við að fara til boston?
Já, eiginlega :S Vesen, smesen.
Skrifa ummæli