föstudagur, 13. júlí 2007

Lag í spilun: John Lennon - Working Class Hero

Jæja, loksins mundi ég eftir því að taka myndavélina með mér....


Séð upp úr einum strompinum í kæliturni 1. Þvílíkir þyrluspaðar...
Steven, sonur Uli. Hann kann ekki mikið í ensku - enda kennsuaðferðir enskukennara hans miður góðar. Það eina sem hún lætur þau gera er að þýða texta. 16 ára Þjóðverji sem á kærustu og er alltaf með þvílíka teknótónlist í eyrunum. Og talar við mig þýsku eins og ég sé altalandi :Þ "Umm, das habe ich nicht versteht :S", finnst mér ég alltaf vera að segja. Það er samt ótrúlega hresst að vinna með honum.
Hérna er búið að rífa drift eliminatorana upp til að komast að boltunum sem skipta þurfti um. Það sést smá í þá og málmplötunar... í bitasamskeytunum fyrir miðju á myndinni.
Það er svoooo erfitt að rífa þetta upp. Sveeeeiitt.

Hérna höfum við kæliturn 2 í öllu sínu veldi. Við erum næstum því búin að skipta um alla boltana í þessum :)

Horft niður stigann á kæliturni 1, reynir þvílíkt á upphandleggsvöðvana að klífa hann. Síðan er mannlyftan þarna fyrir neðan. Mér finnst frábært að stýra henni. I feel so powerful :Þ

Tvíburaturnarnir þarna. Ömurlegur hávaðinn sem kemur úr þeim - sérstaklega ef báðir eru í gangi.

Náttúran er skammt undan :) Skrapp í göngutúr þegar ekkert var að gera einn daginn og þarna eru mörg tækifæri fyrir jarðfræðilegar pælingar.

Þetta er kæliturn 3, sem við erum búin að vera að bisast við að byggja. Úr honum datt ég næstum niður 8 metra :Þ

Haha. Þarna glyttir í græna gáminn (þessi sem er nær). Hef eytt ófáum stundunum þarna inni. Setja saman filmpexið, drift eliminatorana, málað og sett saman bolta ... svo eitthvað sé nefnt. Gallarnir okkar eru geymdir í rauðbrúna gáminum og skrifstofa Uli er í hvíta gáminum.

Crash course í að skipta um bolta. Stig 2 (setja nýjan bolta í) og 3 (herða boltann). Gleymdi að taka myndir af stigi 1 (fjarlægja ryðgaða boltann). Hérna eru verkfærin sem ég nota, ofan á dokum sem koma í veg fyrir að hamagangurinn í manni beygli filmpexið (dokarnir eru ofan á því, eins og sjá má).

Hérna er ég búin að setja gamlan bolta í ónotað gat fyrir neðan og lyfti þessum bita upp til þess að koma nýja boltanum í.

Vííí. Það tókst!

Síðan þarf ég að jugga hann inn og í gatið hinum megin.

Komið!

Þá þarf ég að lyfta þessum bita til að koma boltanum í gatið á honum.

Síðan þarf ég að hamra í blindni hinum megin.

Sonna!

Þá set ég þynnuna á og róna. Af því að það er ekkert pláss fyrir skrallið þarna megin þarf ég að halda rónni fastri með lyklinum...

...og skralla hérna megin. Ég er komin í vettlinga ... enda of oft búin að brenna mig á að reka höndina í bitana. Öll út í sárum á höndunum.

Þá er þessi búinn .... næsti bolti....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúúvííí.... núna kann ég að skipta um bolta... þvílík gleði...;)

Skemmtilegar myndir :)

Nafnlaus sagði...

Þvílík endemis kátína, já ... :Þ