Nú er ég búin að vera vinnandi við byggingu og lagfæringu kæliturna síðan ég byrjaði í Altak. Veit ekki alveg nákvæmlega hvaða hlutverki þeir gegna, en það kemur síun á heita vatninu úr jörðinni eitthvað við. Skítnum sem turnarnir sía úr vatninu hef ég kynnst vel síðast liðna viku, við erum búin að vera að rífa upp filmpexið til að skipta um bolta og plötur undir því. Ef að eitthvað jobb er hellaðra þá endilega látið mig vita.
Líklegast mun Altak ekki byggja fleiri kæliturna. Hérna er ástæðan...
Ulrich Hirz (Uli) hefur verið milliliður ákveðins fyrirtækis í Þýskalandi og Altaks við byggingu kæliturna síðan 1999. Ekki fyrir margt löngu keypti fyrirtæki að nafni SPX þetta fyrirtæki og síðan þá hefur allt farið fjandans til. Bið í tvo mánuði eftir boltum, og síðan senda þeir vitlausa, og þegar reynt er að rukka SPX fyrir boltana svarar enginn símanum og þetta fyrirtæki heldur ekki utan um neina reikninga og kemur illa fram við Uli, kæliturninn í Hellisheiðavirkjun er 2 mánuðum á eftir áætlun og barasta allt hefur gengið á afturfótunum við byggingu hans.
Uli er búinn að senda SPX uppsagnarbréf og yfirgefur svæðið þegar kæliturninn í Hellisheiðavirkjun er tilbúinn.
Djöfull á SPX eftir að tapa á að missa viðskipti sín við Altak.
Þegar kæliturnarnir í Hellisheiðavirkjun og Svartsengi eru tilbúnir verður enginn svona víðtæk vinna eftir hjá Altak. Það verður bara smiðjuvinna, sem er víst leiðinleg að sögn Markúsar.
Síðan var ég að frétta að það væri gríðarleg þörf fyrir fólk með meirapróf uppi í virkjun :Þ Fólk með slíkt próf væri tekið opnum örmum ... það gerir það ansi freistandi að taka meiraprófið. En ég held að það sé of mikið mál að taka það með skólanum í vetur
Skóli, vinna, stjórn og félagskapur. I think that's more than enough.
Síðan var ég að pæla hversu mikið það er sem maður á eftir að gera áður en aldurinn færist yfir.
- Fara í heimsreisu
- Búa í útlöndum og kynnast annarri menningu (Japan, Ástralíu, Afríku eða Ameríku)
- Fara á alls konar hátíðir; Hróarskeldu, Sunrise Festival í Póllandi, Love Parade í Þýskalandi and so on.
- Surfing, fallhlífastökk, teygjustökk og þvíumlíkt.
- Læra einkaflugmanninn, taka meiraprófið, læra bifvélavirkjun, læra ýmis tungumál, læra að drifta almennilega, læra einhverja bardagaíþróttina, endurvekja teikniáhugann minn og margt fleira sem mig langar að læra.
- Eignast svartan Porsche Carrera 1986 með spoiler ;)
- Síðan langar mig að prófa að vera í her; s.s. norska hernum.
- Og ekki má gleyma allri tónlistinni sem ég á eftir að hlusta á, öllum kvikmyndunum sem ég víst VERÐ að sjá (The Goonies og Ichi the Killer t.d.) og öllum bókunum sem mig langar að lesa (Harry Potter 5, 6 og 7 t.d.).
Allt þetta kostar gríðarlegan pening og tíma og staðreyndin er nú barasta sú (eins og ég hef verið að kynnast) að tíminn flýgur og það ansi hratt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli