fimmtudagur, 12. júlí 2007

Lag í spilun: The Doors - Spanish Caravan

Nágrannaerjur er eitthvað sem margir kannast við....
Solla (ská á móti, til vinstri) hringdi einhvern tímann í litla bróður minn og skammaði hann í símann. Mömmu var misboðið og fór og skammaði hana :Þ
Svanlaug (beint á móti) skammar víst son sinn, Bjarka, aldrei heldur beinir hún skömmunum að öllum krökkunum. Bjarki er leiðinlegasta barn sem ég veit um - ég hélt að eldri bróðir hans (Guðmundur) væri leiðinlegur og þoldi hann ekki á sínum tíma - en Bjarki toppar hann. Bjarki er btw 5 ára frekjudolla sem ræður öllu og hefur alltaf rétt fyrir sér. Mér hefur oft langað til að berja hann í kássu. Síðan leggur alltaf pakkið sem kemur í heimsókn til Svanlaugar beint fyrir framan hjá þeim svo afar erfitt er fyrir okkur að bakka og ekkert þýddi að tala við Svanlaugu.
Fólkið ská á móti til hægri (er flutt núna - veit ekkert um nýju íbúana) var fínt en átti (á - hún er nú ekki dáin) þroskahefta dóttur (9 ára) sem var ótrúlega pirrandi. Kom inn til okkar eins og henni sýndist og læti.
Fólkið við hliðina á, Gulli og Kristín, voru fín til að byrja með (hann hjálpaði mér að læra fyrir samræmda stærðfræðiprófið í grunnskóla) en með tímanum komst mamma að því að þetta er fólk fullt af yfirlæti, tillitsleysi og frekju. Enn eitt dæmið um það varð og er í dag. Þau eru að halda partý og láta engan vita og segja ekki gestunum að dreifa sér í göturnar í kring. Gatan er nú ekki stór og er full af bílum og íbúarnir fá varla stæði sjálfir! Það er ótrúlega pirrandi að geta ekki gengið að vísu stæði í sinni eigin götu! Ég er einhvers staðar úti í kanti á mjög vondum stað. Síðan báðu þau víst frekjulega um að fá borðið okkar og stólana lánaða. Djöfull var mamma pirruð og ég líka! Mig langar að fara yfir til þeirra og biðja þau ákaflega kurteisislega um að taka meira tillit til nágranna sinna...

Día , frænka hans Benna (fósturpabbi minn), býr hérna á horninu ásamt manni sínum og börnum. Mamma venst ekki hversu uppáþrengjandi hún er. Valsar inn eins og hún eigi heima hérna og tekur 20 tyggjó og treður upp í sig. Hún meinar ekkert illa, hún er ofboðslega góð manneskja en eins og ég segi, uppáþrengjandi. Mömmu verður að líka við hana, enda frænka Benna.

Fólkið á móti Díu er fínt (og vaðandi í peningum).

Síðan eru krakkarnir í götunni allir góðir vinir :Þ Mamma þolir ekki að þau skuli alltaf leika sér í okkar garði - allt grasið niðurtrampað og ógeðslegt.


Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að vinna á sunnudaginn. Mig grunar að sumir eigi eftir að sofa til svona 16 enda að vinna alla nóttina ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gæta sín fólkið í kringum þig gæti lesið þetta............

Nafnlaus sagði...

dramadrama... kannast við nágrannaerjur... eða öllu heldur pirrandi nágranna...

gott dæmi... Fermingarveisla í húsinu við hliðina... þú hefur komið í götuna mina og þetta er nú ekki breiðasta gatan í bransanum... en liðið sem mætti í fermingarveisluna lagði öðrum megin í tveimur röðum (einn bíll við gangstétt og annar þar við hliðina) og svo var ein röð af bílum við hina hliðina... það var takk fyrir kærlega ein mjó lína sem var hægt að keyra í götunni minni og það hefði orðið meiri háttar mál ef einhver hefði þurft að bakka út úr innkeyrslunni heima hjá sér... því það, takk fyrir kærlega, VAR EKKI HÆGT... sem betur fer kom ég heim EFTIR að fólkið lagði svona "fallega", ég hefði farið yfir um ef ég hefði lokast inni út af pakkinu, ég lagði í næstu götu fyrir ofan... næg stæði þar og í götunum í kring... helvítis ógeðslega lata pakk...!

eigum við ekki bara að flytja upp í sveit og þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af ógeðslega leiðinlegum og ótillitsömum nágrönnum? ;)

Nafnlaus sagði...

Jú, ég er hrifin af þeirri hugmynd - flytja úr Reykjavík ... :)

Og þú sem kemur ekki fram undir nafni, ég einhvern veginn stórefast um að fólkið í kringum mig lesi þetta. Ekki einu sinni fólkið hérna á heimilinu veit af blogginu mínu...

Ef fólk les þetta, hins vegar, þá móðgast það líklegast rosalega og fer síðan mögulega að hugsa sinn gang - eða fer að hata okkur. Það gera það hvort eð er allir.