...og enn af bílaævintýrum Marínar... Elsku besti Dæinn minn mun líklegast gefa upp öndina í vetur og af því að það barasta borgar sig ekki að laga hann þá hef ég verið að dunda mér við að skoða bíla í blöðunum. Nú er ég kröfuhörð, nísk og kæri mig ekki um að skulda eina einustu krónu og því er þetta aðeins flóknara en ella. Ég, mamma og Benni sáum Suzuki Swift í blaðinu, hvítan með skotti, '93, keyrður 97.000 km, nýbúið að skipta um allar reimar og á 100þús kall. Benni hringdi í manninn og hann sagði bílinn einungis hafa átt tvo kvenkyns eigendur og væri í góðu standi, nagladekk væru einhvers staðar til og olískiptingar hefðu verið reglulegar. Því var brunað í Garðabæ, öll fjölskyldan, kl. 23, og bíllinn skoðaður. Hann var aðeins farinn að ryðga, sílsið (hvað sem það nú er) var alveg farið (að sögn Benna, sem leit undir bílinn), síðan þegar við prufukeyrðum hann þá heyrðist prumpuhljóð í pústinu og þegar ég kveikti á miðstöðinni komst ég að því að "beint í fésið"-stillingin var biluð. Nei, takk.
4 ummæli:
að leita sér að bíl er góð skemmtun.... hóst hóst... mitt ráð til þín er bilasolur.is og live2cruize.com sölusvæðisparturinn af spjallinu þar er mjöööög öflugur, fann bílinn minn þar ;)
annars bara gangi þér vel og góða skemmtun...;P
Er hægt að vera kröfuhörð og nísk á sama tíma. You get what you pay for girl.
Það er alveg hægt, félagi :) Hann karl faðir minn keypti sér Mitsubishi Galant og er það barasta stórgóður bíll og það bara á 100þús kjell!
Gott þarf ekki endilega að vera dýrt, þó það sé þannig í mörgum tilfellum ;)
Og hvernig væri að koma undir nafni?
...og ég var ekki að tala um að ég væri kröfuhörð á lúxus, heldur kröfuhörð á að bíllinn sé í lagi.
Hann má vera nokkuð kraftlaus, ég þarf engan snúningsmæli, innréttingin má vera ljót á áklæðið líka, bíllinn þarf ekki að vera nýr, ég þarf ekki brjálaðan öryggisbúnað, stýrið má vera stíft, hann þarf ekki að vera með geðveikan beygjuradíus, ég þarf ekki geðveikar bremsur né svona óþarfan aukabúnað (cup holders and shit), ég þarf ekki rafdrifna spegla eða rafdrifnar rúður.
Með svona standard er ekki erfitt að fá ódýran og góðan bíl ;)
Skrifa ummæli