fimmtudagur, 19. júlí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Og hver segir að bílar hafi ekki sál????
Dæinn minn var ekki par sáttur með það að ég hafi verið að skoða aðra bíla.
Þegar ég var að keyra upp að Rauðavatni í dag var rigning og rúðuþurrkurnar voru í gangi á lægstu stillingu.
Allt í einu bara furumfumf og rúðuþurrkan fauk af! Og það mín megin. Með festingunni allri! Bara bjánalegt prik eftir!
Þegar ég síðan settist inn í bíl eftir vinnu í dag sá ég blómvönd í dvergastærð undir vanskapnaðinum.
Ég fékk fyrir hjartað. "Neih! Nú hefur einhver stolið hátölurunum mínum og skildi blómvönd eftir í kaldhæðni!", hugsaði ég og stakk höndunum undir sætin á bílnum til að tékka. Fjúff, þeir lágu þar í mestu makindum.
"Var eitthvað á bílnum þínum í dag?", spurði Þorgils mig þegar ég talaði við hann í símann áðan :Þ

En já, það er semsagt bara ein rúðuþurrka eftir. Megasvalt....

eins og þessi hérna:

http://kassi.is/cars_detail.php?ID=6197

Ókei, hann er bara 3 dyra og það fylgja engin vetrardekk - en ótrúlega lítið keyrður og ódýr :) I wanna check it out ....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jiminn... var að lesa lýsinguna á kröfunum þínum og það var bara eins og þú værir að lesa um "tryllitækið" mitt...
kraftlaus, kostur við það, eyðir engu bensíni, í alvöru, kemst 350 km á 3000 kalli sem eru ca 21 l... enginn glasahaldari, ekki rafdrifnar rúður, bremsurnar ekki að gera sig og skrítin hljóð þegar ég beygi, en ég elska hann samt og sérstaklega topplúguna og fallegu álfelgurnar mínar og að ég tali nú ekki um dásamlega sédé spilarann...;P

ég er nú samt komin með kröfur á næsta bíl og nokkuð góða hugmynd um hvernig bíll það verður... dadamm.... þegar minn deyr þá skoða ég það að kaupa mér eitthvað fallegra, kraftmeira og með glasahaldara og topplúgu, glasahaldari og topplúga er skilyrði, mér er eiginlega bara farið að líða illa í topplúgulausum bílum og ég hefði aldrei getað ímyndað mér hvað glasahaldari getur verið mikilvægur...;P

shiiii... langt komment.... skemmtu þér við lesturinn á kommentinu sko og þessi sem þú linkaðir á er nú bara nokkuð sætur ;) 200 kall á borðið og málið er dautt...;P

Nafnlaus sagði...

Ég komst að því að bíllinn er staðsettur á Neskaupsstað, só - nei, takk :S