þriðjudagur, 10. júlí 2007

Lag í spilun: The Who - Substitue

Í gær varð ein af mínum martröðum að veruleika.
Ég læsti lyklana inni í Dæjanum og það í vinnunni - langt í burtu frá aukalyklunum.
Pólverjarnir hlógu að mér - sérstaklega Radek. Egill hló reyndar líka sem og Steven, og ekki má gleyma mér sem hló vandræðalega að fávitaskapnum í mér.
Það kom ekki annað til greina en brjótast inn í bílinn minn. Ég fór að leita að mjóum stöngum, beyglaði þær og tróð þeim ofan í hurðina og ætlaði að ýta takkanum upp. Steven reyndi eitthvað að hjálpa mér en gekk ekkert betur en mér.
Hálftíma seinna kemur Bobi, of seinn úr mat, sér mig og Steven bisast við að brjótast inn í bílinn, hristir hausinn og fer að hlæja. Labbar að okkur, beyglar meira upp á járnið, treður járninu ofan í og opnar. Eins og maðurinn hafi aldrei gert annað í lífinu!
Fyndið að maðurinn sem að hinir Pólverjarnir hata komi mér alltaf til bjargar. Mér finnst hann fínn :Þ
...þá veit maður hvað Bobi hafðist við úti í Póllandi... Grand Theft Auto: Poland

Engin ummæli: