mánudagur, 11. júní 2007

Lag í spilun: Áhöfnin á Halastjörnunni - Stolt siglir fleyið mitt

"Ég ákvað að særa stolt mitt og fór því heim"...
...og tók til í herberginu mínu, fór með kápuna mína í hreinsun og stígvélin mín í viðgerð og skrapp síðan í Kringluna og keypti mér gallabuxur (Deres), kjól (Spúútnik, ótrúlega flottur - svona kjóll yfir buxur/leggings) og stuttermabol (Zara, svartur og plain). Þegar ég kom heim fór ég út í sólbað (fullklædd og með teppi) og sofnaði í klukkutíma. Síðan gerði ég myndavél mömmu tibúna fyrir utanlandsferðina (fara á aðfaranótt fimmtudags) og hjálpaði mömmu og Guðjóni að setja tónlist inn á 1GB MP3 spilara Guðjóns.

Það rættist því aldeilis úr deginum :)

Þyrfti að koma mér í lífshættu oftar... 8)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinsamlegast ekki deyja fyrr en ég fæ að tala við þig ok.

Kv,
Anonymous

Nafnlaus sagði...

Haha :D Þú verður þá að fara að drífa í því ... útafkeyrsla og næstum því orðin að flatköku. Hvað næst???

Nafnlaus sagði...

jiiii.... passa sig takk.... og ef þú verður að flatköku þá kem ég og blæs þig upp...!;) og farðu varlega í vinnunni, þú ert greinilega í stórhættulegri vinnu, annað en ég sem þarf helst að passa mig á tannhvössum viðskiptavinum, held að einn hafi náð að narta í eyrað mitt í dag í gegnum símann...! ojjj... og já farðu varlega kona!!!