Ef ég væri vaðandi í peningum:
- Ætti ég svartan Porsche Carrera '86, með spoiler.
- Ætti ég breyttan Daihatsu Charade.
- Ætti ég breyttan lúxus fjallajeppa.
- Ætti ég stórt flatskjársjónvarp og heimabíókerfi - jafnvel leikjatölvu(r) líka og þá auðvitað einhverja mega leiki.
- Ætti 301 geisladiska Pioneer geislaspilarann sem mig langar svo í, og killer hátalarakerfi, sem væri einnig tengt plötuspilaranum mínum (og magnaranum, auðvitað)
- Væri ég með leikherbergi og í því væri darts, pool borð og þythokkýborð.
- Myndi ég einnig koma upp herbergi, hljóðeinangruðu, þar sem ég myndi hafa trommusett, bassa, hljóðnema og gítarana mína.
- Ætti ég rosaleg útiföt og fullt af klifurdóti.
- Myndi ég kaupa allt sem er á óskalistanum mínum á Amazon, alla Fóstbræður og Næturvaktina.
- Ég myndi verða mér úti um mótorhljólapróf, meirapróf og byssuleyfi.
- Ég myndi láta laga hljómborðið mitt....og svo mætti lengi telja :p
6 ummæli:
Jáh, það væri kannski sniðugt að kaupa sér bara nýtt hljomborð, víst þú ert að þessu á annað borð....
Nei, sko. Frænka mín heitin átti þetta hljómborð :p Hún féll frá á unga aldri :S
þú ættir þá bara að hengja það upp á vegg
en þá get ég ekki notað það :p
ég myndi vilja rosaleg útiföt og fullt af klifurdóti og alla fóstbræður, lúxus fjalljeppa og mótohjólapróf ef þú verður rík þá veistu allavegana af því.
Ég ætti að geta dælt peningum í aðra, væri ég vaðandi í pjéningum. So... no probs, hun.
Skrifa ummæli