sunnudagur, 9. desember 2007

Lag í spilun: Devin Townsend - The Death of Music

Þetta lag er af Ocean Machine - Biomech.
....þetta gengur ekki, þetta er svo góður diskur að ég verð eiginlega að tjá mig meira um hann.
Ég held að ég hafi aldrei orðið svona kreisí yfir hljómplötu áður.
Öll lögin eru á réttum stað og ómissandi. Ég er ekki að segja að hvert einasta lag sé eitthvað meistaraverk, en þau gegna sínu hlutverki og gott betur. Ég hef pikkað út bestu lögin af diskum í einhver ár, og þ.a.l. tekið þau úr samhengi. Það er ekki hægt hérna, það MÁ ekki hérna. Allt (magnað allt) eða ekkert. Diskurinn byggir upp spennu sem maður getur tekið út á Bastard og The Death of Music, sem eru með seinustu lögunum.
Ég féll ekki á kné við fyrstu hlustun og ekki aðra hlustun heldur. Það var kórinn í lok Voices in the Fan sem greip mig til að byrja með og þá var ég búin að hlusta á diskinn svona þrisvar. Hin lögin smugu smátt og smátt inn fyrir heilabörkinn. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.
....The Death of Music... vá! Þetta er rosalegt... ég fæ alveg þvílíka gæsahúð...!
Ég las áðan gagnrýni, skrifuð af karlmanni, hann sagðist tárast yfir The Death of Music (og skammaðist sín fyrir að segja það). Það skondna er ... að ég, án gríns, tárast yfir þessu líka. Hvað segir það ykkur!
Ég tek það fram að þetta er ekkert í líkingu við Strapping Young Lad. Engan veginn jafn hart. Hef fulla trú á því að einhver þarna úti muni ná í þennan disk, hlusta á hann nokkrum sinnum, og verða síðan jafn ástfanginn og ég.
Ég er að segja ykkur það, Devin Townsend er borinn og barnfæddur tónlistarsnillingur, vildi óska þess að ég hefði uppgötvað hann þegar hann var ennþá að túra og svona (hann hætti því í fyrra).
*Hækkar hættulega mikið í The Death of Music, vöknar um augu, hitakóf, syngur hljóðlaust með*

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú seldir mér hann :) Maður fær aldrei nóg af gæsahúð :P Pant fá hann hjá þér

Nafnlaus sagði...

Tótallí sko!

*fær enn eitt hitakófið við að hlusta á Sister af disknum*

Nafnlaus sagði...

sæl. var það nokkuð mr. metal sem benti þér á hann og skrifaði greinina? kisan mín er að veiða ofninn minn. einn keypti jólaskraut fyrir 40.056 kr ónur í dag. það er mánudagur á morgun.

Nafnlaus sagði...

Hahaha.... hann benti mér á hann (þ.e. Strapping Young Lad) en það var einhver kaninn sem skrifaði gagnrýnina.

Woah! 40.000kr fyrir jólaskraut! Margt annað og betra hægt að gera við peninginnn.... s.s. kaupa Ocean Machine-Biomech...

Nafnlaus sagði...

Heyrðu, já, sæll! Bara verið að auglýsa einhvern brasilískan andskota hérna. Takk, nei takk...