miðvikudagur, 26. september 2007

Lag í spilun: Skandinavia - Valkyria

Prison Break og Heroes er byrjað aftur (ein sein að fatta)... Framleiðendur Prison Break hafa engu gleymt. Fyrsti þátturinn var mega spennó....samt smá endurtekning frá seinustu seríu... Á eftir að horfa á annan þáttinn sem og fyrsta Heroes þáttinn.
Fór á skorarfund í dag með Sigurbjörgu (vorum fulltrúar jarðfræðinnar). Tveir klukkutímar af einskærum leiðindum! Hvað fólk getur blaðrað út í eitt...um ekki neitt! Barðist (BARÐIST) við þreytuna í um 40 mínútur. Pínlegt. Ábyggilega augljóst ... var orðin rangeygð.
Never again!
Draumsumardjobbið fyrir næsta sumar: Vel borgað, jarðfræðitengt starf í Færeyjum.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki gleyma how I met your mother (fyndnari en friends) og svo er ný sería af Dexter vini okkar að byrja næsta sunnudag!

Nafnlaus sagði...

Ha!!!!!!!! Dexter!
Fokk!

Nafnlaus sagði...

óóójá... dexter beibí er mættur aftur.... shiii hvað ég hlakka sko til...:D

Nafnlaus sagði...

Búin að ná í fyrstu tvoooo! Jeij.

Annas, for your eyes only sagði...

afhverju færeyjum?

Annas, for your eyes only sagði...

samt soldið asnalegt að kommenta hjá þér þegar þú situr hliðiná mér. er ekki dugleg að einbeita mér að fyrirlestrum þegar tölvan er fyrir framan mig.

Nafnlaus sagði...

vóóó eru fyrstu tveir þættirnir komnir???!?!?!!! góð gæði???

Snadra sagði...

gvuuuð hvað ég er fegin að horfa ekki á sjónvarp.....:)

Nafnlaus sagði...

Af því að mig langar að læra færeysku og á færeyska menningu og kynnast þessum blessuðu ættingjum.

Ég bara sökka almennt í að einbeita mér í fyrirlestrum... eins og líklegast allir vita :Þ

Mjög góð gæði. Ekkert helv. cam drasl. Bara íslenska torrentið, Svanhildur! Allt þar.

Ég horfi ekki heldur á sjónvarp, Sandra, bara tölvuskjáinn. Þannig getur maður ákveðið hvenær maður vill horfa á stöffið sem maður náði í. Sjónvarpið sökkar.

Bæ.

Snadra sagði...

oooo, sjónvarpið sökkar.... veit! en download tekur enn meira af tímanum því græðgin yfirtekur fólk, svo það downloadar miklu meira en það hefur tíma til að horfa á og svo sér það alla þættina sem það getur horft á og þá horfa margir frekar en að gera það sem nauðsynlegt er að gera....uh... ég skal stoppa núna.... biðst afsökunnar á yfirganginum.....

Nafnlaus sagði...

Marín heyrir ekki. Hún er í ferð. ( ̄へ ̄)

Nafnlaus sagði...

:D Komin úr ferðinni. Mikið til í því sem þú skrifar, Sandra :P