Fór á Chris Cornell á laugardaginn eins og svo margir aðrir. Ég hef aldrei farið á svona leiðinlega tónleika á ævi minni. Kannski er ég bara að þroskast (til hins verra :S ) eða þá að ég var bara eitthvað illa upplögð. Vona og held að það hafi verið hið síðarnefnda. Í hvert einasta skipti sem einhver nuddaðist í mig sauð í mér og ég held að ég sé komin með ógeð á því að sjá ekki neitt og vera sífellt með svitafýlu annarra framan í mér. Síðan fannst mér sviðsframkoma Chris Cornell ekki neitt sérstök, hún allavega hankaði mig ekki. Sárafá svipbrigði þegar hann söng og mér fannst stundum eins og hann nennti ekki að vera þarna - hún skánaði þó þegar á leið á tónleikana. Chris Cornell er samt hörku söngvari og lagasmiður. Þorgils dró (eða þúst þannig, var ekkert á móti því að fara) mig á listasýningu Eggerts Péturssonar. Margar virkilega flottar myndir og nákvæmnin. Brútal gaur!http://www.jr.is/eggertpetursson/ Fórum líka á litla sýningu í Hveragerði. Einhver Einar gaur og Gabríela Friðriksdóttir. Fílaði Gabríelu frekar en Einar, en hún var stundum svolítið ógeðsleg :Þ Í kjölfarið fór ég að hugsa að ef ég ætla á annað borð að vera með einhver svona listaverk uppi á vegg hjá mér í framtíðinni verða þau að vekja einhverjar tilfinningar. Verða að vera fyndin, kjánaleg, hafa einhvera skemmtilega merkingu eða virkilega falleg. Hef nefnilega oft hugsað um hin og þessi listaverk, að þau væru flott uppi á vegg hjá mér í framtíðinni en þau hafa kannski ekki vakið neinar tilfinningar hjá mér. Bara að hugsa upphátt hérna. Datt út í leiðindunum á tónleikunum og fór að hugsa hvað það væri mega að vera með hlýjan og hljóðeingraðan stað einhvers staðar með rafmagni þar sem maður gæti verið með trommusett, gítar, bassa, míkrafón og upptökutæki og bara virkilega sleppt sér þegar maður kærði sig um. Eníhú, farin að búa til playlista fyrir vinnuna á morgun.
6 ummæli:
marín...marín....marín...marín..
ramín..nímar...níram...amírn... ímran...
þorgils...sligroþ...gilsroþ...ligsþro...þilsorg...silogrþ...*yawn*
Er þetta ekki annars Þorgils? Því ef að þetta er ekki Þorgils kem ég út eins og alger kjáni, af því að ég er búin að puða við að endurpúsla orðunum í nafninu Þorgils núna í tvær mínútur.
Imposter Alert!
Nei, ekki ég í þetta sinn sæta. Einhver önnur nafnlaus að fuckast þarna.
Er að hlusta á lögin, no im not ok er bara fínt. :P
Kv. Anonymous
LAMILAE!
Mega vandræðalegt! Þá held ég að þetta sé Sandra...
jeij nýtt blogg...:D
þú ert sú fyrsta sem ég frétti um sem fannst tónleikarnir slappir... bara búin að heyra gott um þá... een fólk hefur misjafnan smekk... ;P
og marín menningarlega bara allt að gerast...:P og btw skemmtilegar myndirnar eftir þennan eggert...
Jájá, fólk er mismunandi stemmt líka og svona. Mamma heyrði um einhvern sem þótti leiðinlegt.
Mega svalar myndirnar eftir hann...
Skrifa ummæli