miðvikudagur, 19. september 2007

Lag í spilun: Rush - Freewill

Ég fór að kaupa föt í dag....almennileg útiföt, þ.e.a.s. Komin með nóg af því að vera í mörgum lögum af notuðu rusli sem safnarinn mamma hefur sankað að sér héðan og þaðan :Þ

Því var barasta haldið í Cintamani og 66°N. Á nú þegar innsta lagið (ullanærföt) og vantaði miðlag og ysta lag. Keypti flíspeysu í Cintamani, megaþægileg - er í henni núna. Síðan fórum við (Kristján var með mér) í 66°N og keypti ullarbuxur í barnastærð :Þ 3000kr ódýrara :)

Eftir skóla fórum við mamma og Cujo bróðir í 66°N útsölumarkaðinn í Skeifunni. Þar fékk ég vatnsheldar og vindheldar hlífðarbuxur sem anda :Þ Þær eru rauðar :)

Þá vantar mig:

Hlífðarjakka, gönguskó, almennilegt höfuðfat (húfu eða lambúshettu), almennilega vettlinga, svefnpoka og dýnu og jarðfræðihamar.

Ég er að fara í 9klst jarðfræðirannsóknarferð á morgun setlagafræði), 8 klst jarðfræðiferð á föstudaginn (jarðsaga), þar næstu helgi fer ég í storkubergsferð, helgina þar á eftir er Þórsmerkurferðin (mega sukk ferð) og helgina þar á eftir förum við að mæla litla barnið okkar (Skálafellsjökul). Þannig að það er eins gott að vera "well equipped".

Var að reikna út og með því að kaupa bækurnar á netinu spara ég 5000kr :) Þ.e. þá reikna ég með vaski og þessu helvítis tollmeðferðargjaldi.

Ætlaði að segja eitthvað annað...búin að gleyma því....só.....bæ.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

What?? Þessi súperlanga setlagafræðiferð fór eitthvað framhjá mér...ekki að það skipti máli, er veik heima...ætla nú samt að reyna að hætta mér í jarðsöguferðina á morgun, auminginn ég :P Skjáumst

Nafnlaus sagði...

Hanna kjáni :Þ Verklegu tímarnir í setlagafræði fara allir í að vinna gögnin sem við söfnuðum í ferðinni :Þ