fimmtudagur, 20. september 2007

Lag í spilun: Otep - Ghostflowers

Setlagafræðiferðin í dag var mjög skemmtileg :) Fékk útrás fyrir klifurþörf minni (það er ekkert grín að klífa skriður í 40-50° halla :D, en það er mega gaman).

Ókei, kjánalegt subject ahead.

Nú finnst mér lítið gaman að syngja eins og kvenmenn syngja flestir (sorrý alhæfinguna) ...

http://youtube.com/watch?v=acc8HrxzXW0&mode=related&search=

.... þetta er hins vegar skemmtilegt :) En það versta er að ég þori ekki að öskra svona nema þegar ég er handviss um að enginn geti mögulega, fræðilega heyrt í mér. Ég er meira að segja hætt að þora að öskra/synjga svona í bílnum eftir að hafa fengið OF margar augngotur við athæfið í vetur... Og það fkn sökkar! Mig langar að æfa mig í þessu (ég er ekki eins góð og þessi pía) en get það hvergi :( Búhú, aumingja litla ég.... hringdu á fkn vælubílinn, Marín! :Þ

Farin að horfa á fleiri myndbönd þar sem pí(k)ur þenja raddböndin.

Engin ummæli: