laugardagur, 1. september 2007

Lag í spilun: Lost Prophets - Last Summer

Svo virðist vera sem að þetta lag sé eitt af mínum all time favorites. Fæ ekki ógeð af því og það kemur mér í svona hresst nostalgíuskap...
En allavega, meginástæða þessa bloggs er sú að mig langaði að láta fólk vita af því að ég er komin aftur.

Þá er ég að tala um námslega séð :Þ Ekki fráhverf lengur (einhverfan er samt á sínum stað). Langar meira að segja að fara að lesa stöffið sem kennararnir hafa sett á netið síðustu viku, rifja upp Miller-stuðla, Wulffs-net og Linus Pauling og kynna mér bergtegundirnar, sem við þurfum að rannsaka í haust í Storkubergi 1, betur.

So...I'm back!

Nýnemakvöldið í gær heppnaðist mega vel. Virkilega góð mæting og stuð á fólki (sérstaklega skiptinemunum, djös stuðboltar eru þeir). Allur bjórinn kláraðist :Þ

Héldum smá kynningu fyrir nýnemana. Einar setti saman PP-show og ég einhvern veginn fór að túlka það sem hann sagði fyrir útlensku nemana. Skemmdi ábyggilega smávegis fyrir Einari (hann er með smá fullkomnunaráráttu) :Þ Varð svolítið kaotískt og steikt, þegar ég var að reyna að þýða það sem hann sagði.

"He's Einar, the ... ummm.... hvernig segir maður formaður á ensku?"

"The companies we'll visit on the science trips are... Togethersight...."

Síðan BUÐU 3 sig fram í 1. árs fulltrúann. Þrír kandidatar! That's something.

Eníhú, ég er farin.

Engin ummæli: