fimmtudagur, 23. ágúst 2007

Lag í spilun: Ekkert, er að horfa á Disturbia

Djöfull er ég fkn svekkt núna.

Honda Civic V-tec, 1999, sk. '08, 5d m. skotti, sparigrís. Dró Ægi frænda með mér að skoða. Leit ofboðslega vel út, að utan sem innan. Settist undir stýri og keyri einn hring og án gríns varð ástfangin. Svoooo þægilegt að keyra hann. Ég er ennþá ástfangin. Þegar ég kom til baka settist Ægir í farþegasætið: "Marín, þetta er ryðgaður tjónabíll með cheap sölusprautun. Eftir seltuna í vetur mun hann verða flekkóttur og ógeðslegur."

*grátur* :(

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

smá ráð frá hondu eiganda, passaðu þig á vtec bílunum, sérstaklega þetta gömlum, mjög líklegt að það sé búið að þjösnast vel og vandlega á honum, hafa verið vinsælir hjá 17 ára guttunum sem fyrsti bíll, því miður... annars mæli ég með hondu, 1,4 bílarnir eru mjög fínir, minn er að hanga í kringum 7 á hundraðið og ekki í neinum sparakstri. Ekki mikið viðhald heldur annað en slithlutir, annars þá samhryggist ég þér, það er fátt leiðinlegra en að leita sér að bíl.

(btw var þetta nokkuð ljósgylltur bíll sem spoilerkitt ásett verð 390 þús?)

Nafnlaus sagði...

Amms :Þ Hnakkabíll...

Það var búið að keyra aftan á hann og laga það síðan.

Silfraður, með skotti og ósköp venjulegum spoiler.

Og megaþægilegur í akstri. I felt like I had died and gone to heaven while drivin'

Nafnlaus sagði...

haha marín á hnakkabíl... fööönní... jájá hondur eru ágætar sko... skárren daewoo og daihatsu allavega..;P