Loftur er bíll af tegundinni Peugeot 206.
Hann fæddist árið 1999 og er með 1,4 L vél og er 74 hestöfl... þvílíkt öflugur.
Hann er 3 dyra (ég verð bara að venjast því).
Búið að skipta um afturdempara og tímareim en það er kominn tími á smurningu.
Hann er skoðaður 2008, án athugasemda.
Hann eyðir á milli 7-8 L á hundraðið en fer undir 7 í sparakstri.
Afturrúðurnar eru skyggðar (sjúklega töff).
Það eru mega græjur í honum.
Það eru mega græjur í honum.
Það er hiti í sætum... það er HITI í sætum!
Hann kostaði mig 170.000 kr og ég á eftir að borga tryggingar og bifreiðagjöld.
Ég er ekki með neina bakþanka, sem þýðir að ég keypti rétt.
Þegar ég sótti Dæjann upp í Laufrima áðan.... sjæser! Ég var strax búin að venjast Lofti og að keyra rúsínuna mína Dæjaling var bara glatað. Djöfull eru bremsurnar lélegar, djöfull er hann kraftlaus og kúplingin er slöpp.
Það er svona að vera vanur slæmu, fara í gott og síðan aftur í slæmt...
Allavega, farin að hafa mig til fyrir rúntinn minn á Lofti.
1 ummæli:
til lukku með nýja kaggann...:)
Skrifa ummæli