Þarna er ég að vinna....
....og ég og Svenni yfirmaður þurftum að fara efri leiðina til þess að komast inn á svæðið í morgun. Hví? Af því að fjórar manneskjur lágu undir tveimur bílum sem var lagt þvert yfir aðalveginn inn á virkjunina. Markús, Egill, Bobi og Ívar þurftu hins vegar að leggja við aðalveginn af því að fleiri mótmælendur voru búnir að hlamma sér á efri veginn OG efri efri veginn. Síðan var þess apaköttur uppi í krana ... stóð þar við hliðina á "Vopnaveita Reykjavíkur?" fánanum...
Nú er ég ekkert rosalega hrifin af stóriðjustefnunni sjálf og hef því ekkert á móti mótmælendum. Ef fólk ætlar að hafa einhver áhrif þarf að ráðast á grunninn... virkjunin er bara the icing on the top. Hvað olli því að virkjunin var byggð? Orkuþörf. Hvað olli orkuþörfinni? Ég veit ekki hvort það eru álver og slíkt eða bara meiri orkunotkun á hverja manneskju. Sé það hið síðarnefnda, flækjast málin því þá þurfa mótmælendurnir að troða sér inn í hausa almennings og staðreyndin er bara sú að flest öllum er drullusama! Séu það álver, hins vegar, veit ég ekki hvort að þau eru grunnurinn eða ríkið, pólitíkusar, skuldir...
En annars er ég ekkert sérstaklega hrifin af OR sjálf... svoddan þurrkuntur ...
1 ummæli:
hei sykur... hvernig væri að koma með ferðasögu blogg...?;P hvert var farið og svona...
Skrifa ummæli