þriðjudagur, 31. júlí 2007

Lag í spilun: Ekkert

Vúhú! Fríið mitt er formlega hafið. Stakk af fyrr úr vinnunni, enda margt sem þarf að fjárfesta í áður en maður fer hringinn í kringum Ísland! Hlakka svo til ... þetta er eitthvað sem ég þarf á að halda ... almennilegt frí ... var arfalöt í vinnunni af tilhlökkun.
Eftir að við komum heim tekur við ca. vika af vinnu og síðan hefst bara skólinn.
Pétur, sem er að vinna með mér, fór hringinn um daginn og sagði mér fyrst og fremst að tékka á Ásbyrgi - og af því að maður er búinn að læra svo mikið um myndun þess þá er það tilvalin hugmynd. Síðan nefndi hann Dettifoss, Kárahnjúka, Helguvík, Atlavík og Hallormsstaðaskóg.
Önnur möguleg stopp: Hveragerði ;), einhver staður undir Vatnajökli sem Anna Stella tengist eitthvað, Djúpivogur að heimsækja Agnesi, Seyðisfjörður af því að hann er fallegur, Vopnafjörður og Fagridalur (vííí), Akureyri (Versló), Siglufjörður (sumarbústaðurinn hennar ömmu og einhverjir ættingjar mínir), Staður í Hrútó að hitta Báru, Ísafjörður að tékka á Minney...

Farin að kaupa camping-stuff :Þ

Sælar!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dimmuborgir beibí... Mývatn og allt í kringum það er náttúrulega bullandi jarfræðipleis... lætur það ekkert fram hjá þér fara...;P

Góða ferð og farðu varlega litla mín...:D

Nafnlaus sagði...

Olræt, skrifa það á listann ;)

Takk, takk and I will (eða hvað? - kannski verð ég bara étandi sveppi einhvers staðar úti í rassgati...)

Nafnlaus sagði...

hahah það væri nú þér líkt, að vera bara étandi sveppi ;P og hvernig geturðu gleymt Mývatni eftir sögustundirnar hjá Didda okkar forðum daga í Kvennó...;P

og ég var að ath þetta með endurgreiðsluna á skattinum, þetta er dálítið mál...

Nafnlaus sagði...

Diddi kallinn, sá hann í einhverri búð um daginn (og faldi mig náttúrulega, eins og ég geri alltaf þegar ég sé einhvern sem ég þekki en ekki nóg).

Nú, er það? Hef aldrei gert þetta, þannig að ég veit ekkert bara :S